Ljónið: Hvert skref sem þú stígur er sigurskref

Elsku Ljónið mitt,

ef einhver getur hert upp hugann þá ert það þú og þú hefur þurft á öllum þínum mætti að halda undanfarið. Hvert skref sem þú hefur stigið er sigurskref. Að sjálfsögðu finnurðu samt til hræðslu í öllum þeim breytingum sem hafa læðst að þér, þú hefur þurft að taka eða mætt þér því þér hættir oft til að taka of stór skref, þú keyrir þig niður eða dregur í hlé.

Það er verið að lækna orkuna þína og þú ert að finna hvað þú ert að fara í gott form, því ástand líkama þíns er þér mjög mikilvægt. Það er svo skemmtilegt að heyra það frá mér sem finnst ekkert sérstaklega spennandi að hreyfa mig, að benda þér á að hreyfa þig og virkja til hins ýtrasta því líkami þinn endurspeglar hvernig þér líður.

Þú hefur mikinn viljastyrk svo það eina sem þú þarft að smyrja í þann styrk er úthald. Hugsa ekki of langt fram í tímann heldur nýta þér lífið eins og þú sérð það í augnablikinu. Það er að byggjast upp hjá þér svo mikið hugrekki sem þú hefur reyndar alltaf haft. Þú finnur svo sterklega fyrir því núna og þú rífur þig áfram og reisir þig upp úr öllum leiðindum.

Þér finnst þú verða pínulítið þreyttur á að bíða eftir viðurkenningu eða þeirri stöðuhækkun sem þú sérð fyrir þér í lífinu, ekki missa móðinn og haltu bara áfram eins og enginn sé morgundagurinn. En sjáðu það svolítið fyrir þér að það gæti verið ein manneskja sem breytir lífi þínu og þú veist aldrei hver eða hvar sú manneskja er sem á eftir að ýta á takka í lífi þínu svo hagaðu þér alltaf þannig að að þessi manneskja sé handan við hornið og sjái þig þegar þú síst væntir.

Vertu með opinn faðminn fyrir kærleikann og ástina, þá verður eins og eldingu hafi lostið niður því kraftaverk gerast og þú færð nýja sýn.

Knús & koss,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál