Meyjan: Þú ert að upplifa nýtt upphaf

Elsku Meyjan mín,

orka kraftur og uppleið eru einkunnarorð þín. Þú verður í essinu þínu, ert að ganga frá, ljúka og klára verkefni og hefja skemmtilegt upphaf.

Í öllu þessu geturðu fundið fyrir spennufalli þannig að það sem þú hlakkaðir mest til gefur þér ekki allt sem þú óskaðir þér, en þetta er svipað og að vinna stóra keppni þar sem þó þú fáir bikarinn í lokin fylgir alltaf spennufall og þegar þú skilur þetta sérðu allt í nýju ljósi.

Ég sé dásamlega hluti mæta þér. Þú ert með réttu svörin og átt eftir að sjá auðveldlega hvernig þú munt undirbúa þig fyrir næstu skref. Í þessari stöðu muntu notfæra þér þennan kraft til að ná fram jákvæðum breytingum og það er í raun allt sem þú þráir.  

Þér er annt um mannorð þitt og sjálfstæði og elskar fólk sem hugsar líkt og þú. Hleyptu nýjum manneskjum inn í líf þitt sem kemur með jákvæða strauma og tengdu þig við fleiri hópa í kringum þig, í því felst farsæld þín.

Þú átt eftir að sjá að þú ert glúrin í viðskiptum og það mun gefa þér þann styrk sem þú þarft í einkalífinu. Þú verður á réttum stað á réttum tíma til þess að skora markið og vinna bikarinn og einnig áttu elsku hjartað mitt eftir að hvetja aðra áfram. Því þú berst fyrir þínu fólki og verndar alla fram í rauðan dauðann.

Þar af leiðandi geturðu orðið ólýsanlega sár vegna höfnunar sem þú hefur einhverntímann orðið fyrir og hefur allt of mikil áhrif á líf þitt í dag. Hristu þetta af þér og segðu við sjálfa þig þér sé slétt sama og lifðu hvern dag eins og hann sé þinn síðasti.

Knús & Koss,

Sigga Kling

mbl.is