Steingeitin: Ef einhver getur reddað þá ert það þú

Elsku Steingeitin mín,

þú ert vagga Alheimsins. Íþessu merki fæðast stærstu og sterkustu stríðsmennirnir, en eftir því sem árin hafa liðið eru það stærstu og sterkustu réttlætishempurnar. Ykkur verður gefinn kraftur til sköpunar og þrautseygju, þolinmæðin er alveg við tærnar á ykkur. Þið þurfið bara að sýna þið séuð í fullkominni aflslöppun alveg sama hverjar aðstæðurnar eru og þá stendur þú uppi sterkur og með ölll þau tæki og tól til að koma þér á næsta stig.

Frestunarvesen eru kæfandi kapítular fyrir þig. Tímasettu hvenær þú átt að vera búin með eitthvað, þá helst nákvæmlega klukkan hvað og þá rúllar þetta allt eins og smurð vel í rauðum Mustang. Beintengt þessu ætla ég að tengja ástarlífið, því þeir sem eru svo heppnir að vera á þessarri kerru í lífinu eiga að láta aðra bíla alveg vera, því heiðarleiki gefur hundrað þúsund stig, en harmur bítur hina.

Fyrir þá sem eru á lausu gæti allt verið byrjað að loga í kringum, eða taktu kannski líka eftir að þú munt hitta gyðju eða goð, jafnvel í kringum afmælisdags þess, svo þetta prjónar sig allt svo skemmtilega saman í flotta peysu.

Margar Steingeitur munu eignast barn á árinu eða á því næsta og stofna til fjölskyldu eða bæta þá fjölskyldu sem þér var gefin. Svo einhvernveginn verður þetta svo góð fyrirmynd fyrir aðra og allir vilja fá þig í einhverskonar vinnu. Hvað svo sem þú ert að gera í dag, en leyfðu þér að gera það sem þér líkar best því þá verður lánið meira.

Þér finnst eins og þú hafir haft eitthvað að fela og ert búinn að vera kvíðinn að lífið reddist ekki alveg eins og þú skrifaðir það. En elsku hershöfðinginn minn, þú ert bara svo hugmyndaríkur að þú finnur leið til að stroka út vitleysuna. Þeir sem vita um hvað er átt hugsa hvernig er þetta hægt? En elskan mín, ég segi það frá botni hjarta míns að ef einhver getur reddað málunum, þá ert það þú!

Knús & Koss,

Sigga Kling

mbl.is