Tvíburinn: Þú ert góður í mannlegum samskiptum

Elsku Tvíburinn minn,

þú átt auðvelt með að greina aðalatriðin frá aukaatriðunum en svona yfir vetrartímann nennirðu því kannski ekki því þú liggur í hálfgerðum dvala. En hugur þinn á eftir að finna nýjar lausnir. Það verður hægt að segja þú hefur aldrei verið jákvæðari og þú átt eftir að tala þig upp og tala þig til og þannig greiðir þú hratt og vel úr vandamálunum.

Þú ert svo leikinn í mannlegum samskiptum og gætir jafnvel hresst hina andlausu við og það sem er svo skemmtilegt við þig er hvað þú ert óútreiknanlegur og spennandi og næsti mánuður gefur þér mikla orku og ný plön, þú ert vel máli farinn og átt eftir að koma þínu svo vel frá þér og af stað.

Ekki taka ástina of alvarlega ef þú ert á lausu. Leyfðu þér að sveiflast og vera svolítið opinn fyrir því sem er að koma þinn veg. Þér á eftir að ganga vel í tengslum við fjármál því þú ert svo útsjónarsamur þegar þú þarft þess og átt eftir að geta lifað svo vel og vera á réttum stað á réttum tíma.

Þú kynnist nýju fólki sem hefur áhrif, greiðir þér leið og hjálpar þér við þau mál sem þú þarft að leysa. Það er svo mikil ástríða á næstu mánuðum og þú geislar af þeirri orku, elskaðu sjálfan þig af öllum mætti því þá færðu þann félaga sem elskar þig og dáir á allan veg, því á þessum tíma áttu eftir að láta hjartað ráða för og gæfan mun brosa við þér.

Það eru ævintýri að gerast, þú munt taka þátt í þeim og svo sannarlega sjá allt það dásamlega sem lífið ætlar að færa þér, hlúðu vel að snillingnum sem býr innra með þér og raðaðu í kringum þig því fólki sem kemur með kraft jákvæðninnar.

Knús & Koss,

Sigga Kling

mbl.is