Vogin: Þetta er þinn tími

Elsku Vogin mín,

nýr dagur, ný tækifæri, nýr dagur, ný hugsun. Þið endurnýist eins fljótt og púpa verður að fiðrildi. Svo allt sem ykkur finnst ömurlegt í dag er orðið glæsilegt á morgun. Það sem drepur ykkur svo sannarlega er að hanga of lengi í einhverju hundleiðinlegu. En þið eruð búin að taka ákvörðun til að loka og læsa og taka svo nýtt skref. Það er yfirfullt hjarta þitt af gleði, vegna þess að þú sérð að það sem þú ætlar þér, það geturðu.

Þér finnst leiðinlegt að þú þurfir að reka einhvern frá þér, en það er honum kannski jafnvel fyrir bestu, að fara að gera eitthvað annað en að vera í kringum.

Í ástinni ert þú við stjórnvölinn og ræður, hvað mikið og hvort þú sért ástfangin gerir þú upp við sjálfa þig. Vertu fylgin þér hver sem útkoman er, því alheimurinn er að senda þér staðhæfingu að þetta sé þinn tími. Það er dásamlegur Meyjarkraftur yfir þínu tímabili, því þann 9. mars er fullt tungl í Meyjarmerkinu. Þú færð hvatningu til að gera meira en þú ætlaðir þér og þar af leiðandi uppskera tvöfalt meira en þú bjóst við. Stjörnurnar eru þér hliðhollar. Ef þú ert sár og líður eitthvað illa þá er það út af einhverju sem þú getur ekki breytt. Svo æfðu þig í því að vera ekki sífellt að hugsa um það, því það dregur úr þér allan styrk og lætur þig ekki standa eins virkan og það er gott að nota æðruleysisbænina á þetta:

Guð - gef mér æðruleysi

til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,

kjark til að breyta því sem ég get breytt

og vit til að greina þar á milli.

Í framhaldi af þessu er gott fyrir þig að hafa markþjálfa, einhvern sem getur sorterað hugsanir þínar og sagt þér hverjar eru bestar fyrir þig. Það er ekki málið að þú eigir erfitt með að velja einhverja flík, eins og já eða nei, heldur ert þú með svo mikið af hugmyndum og hugsunum í hausnum og þarft aðstoð við að skoða hvaða hugmynd sé best að framkvæma núna.

Knús & Koss, Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál