Marsspá Siggu Kling er mætt

Marsspá Siggu Kling er mætt inn á mbl.is og er finna í heild sinni neðst á forsíðunni. Hvernig verður mars? Mun Hrúturinn hætta að vera stjórnsamur? Og mun Vogin fara að taka einhverjar ákvarðanir? Mun lífið halda áfram sinn vanagang eða mun eitthvað nýtt gerast? 

Elsku Fiskurinn minn,  

það er búin að vera mikil spenna og stress í kringum þig, en þú vinnur allt líka miklu betur þegar þú ert á tánnum. Það er eins og þú fljúgir áfram og þó þú dettir öðru hverju þá stendurðu alltaf upp jafnharðan. ...

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að sjá spána um Fiskinn í heild sinni.

Elsku Hrúturinn minn,

það er einkennileg orka búin að vera í kringum þig og þú ert ekki alveg viss hvernig þú átt að tækla þessa tíma sem þú ert að fara í. Þú virðist taka svo vel á öllu sem tengist sem tengist vanköntum í lífi þínu, ferð að byggja svo vel upp líkama og sál og af fremsta megni að standa með öllum í kringum þig. ...

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að sjá spána um Hrútinn í heild sinni.

Elsku Tvíburinn minn,

þú átt auðvelt með að greina aðalatriðin frá aukaatriðunum en svona yfir vetrartímann nennirðu því kannski ekki því þú liggur í hálfgerðum dvala. En hugur þinn á eftir að finna nýjar lausnir og það verður hægt að segja þú hefur aldrei verið jákvæðari og þú átt eftir að tala þig upp og tala þig til og þannig greiðir þú hratt og vel úr vandamálunum. ...

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að sjá spána um Tvíburann í heild sinni.

Elsku Krabbinn minn,

það koma að sjálfsögðu þannig tímar að þér finnist þú vera aleinn í heiminum og enginn sé að fylgjast með þér, þetta er að mörgu leyti vegna þess að þú hefur svo stórt hjarta, en það getur líka valdið þér sárri angist. Svo einkennilegt sem það er þá geta fallegu hugsanirnar þínar og hugsjónir fengið þig til að efast um sjálfan þig. ...

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að sjá spána um Krabbann í heild sinni.

Elsku Ljónið mitt,

ef einhver getur hert upp hugann þá ert það þú og þú hefur þurft á öllum þínum mætti að halda undanfarið. Hvert skref sem þú hefur stigið er sigurskref. Að sjálfsögðu finnurðu samt til hræðslu í öllum þeim breytingum sem hafa læðst að þér. Þú hefur þurft að mæta þér því þér hættir oft til að taka of stór skref, þú keyrir þig niður eða dregur í hlé. ...

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að sjá spána um Ljónið í heild sinni.

Elsku Meyjan mín,

orka kraftur og uppleið eru einkunnarorð þín. Þú verður í essinu þínu, ert að ganga frá, ljúka og klára verkefni og hefja skemmtilegt upphaf. ...

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að sjá spána um Meyjuna í heild sinni.

Elsku Sporðdrekinn minn,

það eru margar góðar ákvarðanir sem þú hefur tekið og átt eftir að taka. Stundum finnst þér þú hafir gefist upp á einhverju. En það er ekki þannig heldur stundum skiptirðu bara um skoðun og sleppir hlutum út sem þú nennir ekki að standa í, er það ekki bara dásamlegt? ...

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að sjá spána um Sporðdrekann í heild sinni.

Elsku Vatnsberinn minn,

það er búið að vera svo margt að angra þig, bæði erfiðleikar, gleði og miklar tilfinningar og spenna. Síðustu tveir mánuðir hafa verið að senda þér skilaboð um hverju þú megir búast við. Þú ert líka búinn að taka mjög vel eftir og sem betur fer hefur þú svo opna og skapandi hugsun og svo mikinn áhuga á því sem er að gerast í kringum þig að þú ert alveg viðbúinn og slakur. ...

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að sjá spána um Vatnsberann í heild sinni.

Elsku Nautið mitt,

þú ert á bráðgóðu tímabili. Passaðu þig á að hafa ekki lognmollu í kringum þig því innst inni elskarðu fjörið. Þú ert búinn að taka skemmtilega hluti að þér sem gætu tengst ferðalögum, ferðamönnum eða einhverskonar keimlíkri hressingu fyrir fólk. Eitthvað af þessum atriðum munu magnast upp og búa til pláss fyrir meiri, spennandi og betri aðstæðum. ...

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að sjá spána um Nautið í heild sinni.

Elsku Vogin mín,

nýr dagur, ný tækifæri, nýr dagur, ný hugsun. Þið endurnýist eins fljótt og púpa verður að fiðrildi. Svo allt sem ykkur finnst ömurlegt í dag er orðið glæsilegt á morgun. Það sem drepur ykkur svo sannarlega er að hanga of lengi í einhverju hundleiðinlegu. En þið eruð búin að taka ákvörðun til að loka og læsa og taka svo nýtt skref. Það er yfirfullt hjarta þitt af gleði, vegna þess að þú sérð að það sem þú ætlar þér, það geturðu. ...

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að sjá spána um Vogina í heild sinni.

Elsku Steingeitin mín,

þú ert vagga alheimsins. Í þessu merki fæðast stærstu og sterkustu stríðsmennirnir, en eftir því sem árin hafa liðið eru það stærstu og sterkustu réttlætiskempurnar. Ykkur verður gefinn kraftur til sköpunar og þrautseigju, þolinmæðin er alveg við tærnar á ykkur. Þið þurfið bara að sýna að þið séuð í fullkominni aflslöppun, alveg sama hverjar aðstæðurnar eru og þá stendur þú uppi sterkur og með ölll þau tæki og tól til að koma þér á næsta stig. ...

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að sjá spána um Steingeitina í heild sinni.

Elsku Bogmaðurinn minn,

lífið hefur svo sannarlega samið eitthvað nýtt fyrir þig. Fólk tekur eftir þér hvar sem þú ferð og þú gerir þér fyllilega grein fyrir því þú ert tilbúinn til að gefa þig allan. Þú ert svo dýrlegur eða dýrslegur, smart og öðruvísi. ...

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að sjá spána um Bogmanninn í heild sinni.

mbl.is