Hrúturinn: Þú kemur þér út úr þrengingum

Elsku Hrúturinn minn,

lífið er á ótrúlegum hraða, þótt þér finnist að það mætti ganga betur, en það er samt að sýna þér meiri kraft og fleiri möguleika og hugmyndirnar verða óteljandi.

Þegar á að stoppa svona týpu eins og þig, eða þegar þú stoppar þig sjálfur og kyrrir niður orkuna þína, þá ertu aldrei eins eldklár og smitar út frá þér þessari tíðni og færð aðra með þér inn í þennan kraft.

Breytingar eru augljósar í öllum í hornum og þegar þú skoðar allt í réttu samhengi finnur þú að þú getur komið þér út úr öllum þrengingum og á betri stað en þú varst á áður, spennandi og eftirtektarvert.

Þú lifir á athyglisverðum tímum sem munu opna næmni þína, skerpa athyglina, efla ástina, sameinast hjartanlega og lifa lífinu glaður og ástfanginn.

Gömul sár heilast og lagast, fyrirgefning og falleg kraftaverk gerast. Endurnýjun á orku líkamans og andans gerir það að verkum að þú finnur leið til að virkja líkamann og gera meira og öðruvísi en þú hefur áður gert.

Þú þarft í þessum súperkrafti að skrifa lífslistann þinn eða „bucket list“ eins og það er skrifað á góðri íslensku, niður tíu atriði um það sem þig langar virkilega að gera því í þessu afli sem er í kringum þig næsta mánuð eða mánuði. Því þá gerist eitthvað sem lætur ótrúlegustu óskir rætast og það tengist bæði sjálfum þér og þeim sem þú hreyfir við. Það er eins og þú hafir breyst. Þú sýnir meiri þolinmæði en þú vanalega átt til og það mun færa þér enn meiri þolinmæði fyrir lífinu.

Þú gerir það sem þú þarft að gera því þú ert hamhleypa til verka, treystu því sjálfum þér best og mest og þeim hugmyndum sem koma til þín, innsæinu þínu og hugrekki, því þegar þú stendur á fætur þá setjast allir. Að sjálfsögðu ertu hræddur um allt, en það gefur þér einungis meiri kraft til að finna betri leiðir eða halda áfram á þessari braut og þú munt sjá að þetta verður gaman og hamingjan og gamanið búa saman.

Kossar & knús,

Sigga Kling

mbl.is