Steingeitin: Ekki taka til í geymslunni heldur heilanum

Elsku sterka Steingeitin mín,

það er aldeilis búið að vera magnað lífið þitt síðustu mánuði. Mikið búið að vera að gerast í öllu og alls staðar. Í hjarta þínu hefur þú elst aðeins og þroskast. Þú leyfir lífinu að flæða án þess að reyna að stoppa og stjórna þér. Þótt þú vitir manna best hvað er rétt og hvað er rangt, þá er það svo fallegt þegar þú sleppir tökunum og sérð hvað þú ert flott, góð og drífandi.

Okkar helstu stríðsmenn hafa verið Steingeitur því þið hafið herkænskuna og sjáið núna að það sem þið hafið verið að byggja upp blómstrar, verður fallegt og fegurra með hverjum deginum. Svo sjáið þið líka að margt visnar og fer, en þetta er bara hreinsun sem þið getið verið þakklát fyrir.

Hlýja, ást og nánd verður það sem umvefur ykkur, töfrarnir hjálpa þér að lagfæra það sem þú hélst áður fyrr þú gætir ekki laga. Merkilegir hlutir gerast yfir páskahátíðina og þegar fallega fulla tunglið birtist okkur 8. apríl þá byrjar þessi margbreytilega orka og í kyrrðinni gerast kraftaverkin.

Sumir taka til í geymslunni en þú ferð ósjálfrátt að taka til í heilanum og þú raðar lífinu allt öðruvísi og svo sterkt að þú skynjar regnbogann í hjartanu á þér, kærleikann, ástina og auðmýktina.

Þessi endurfæðing er svo dásamleg og óútskýranleg, en skoðaðu aðeins að þú þarft fyrst að hugsa það sem þú vilt að gerist, því heimurinn svarar hugsunum, svo þegar þú ert búin að taka til í heilabúinu verða hugsanirnar skarpari, þær hljóma hærra og það er lykillinn að lífi þínu.

Kossar & knús,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál