Tvíburarnir: Þú munt sjá ljósið í myrkrinu

Elsku Tvíburinn minn,

það hafa alveg komið tímabil þar sem þér finnst að þú sért að verða vitlaus og það hafa verið heilmiklar sveiflur í tilfinningum og skapi þínu. En allur þessi tilfinningaskali sýnir þér þú sért sprelllifandi því hver einasti dagur mun færa þér eitthvað betra, skerpa vonina, milda pirringinn og magna upp gleðina í þér.

Það eru aðeins nokkrir dagar frá því að þessi spá birtist þangað til að þú sérð ljósið í myrkrinu og þetta ljós er svo sannarlega sólin sjálf.

Þú munt loka á og klára svo margt sem þú hefur ýtt á undan þér og þurft að horfast í augu við, en þegar þú lætur þig „bara hafa það“, verður það ekkert mál. Svo horfðu á vesenið og gerðu eitthvað í því. Þá mun það bráðna eins og þegar sólin skín á jökulinn og þetta mun gerast með ofsalegum hraða um leið og þú réttir úr þér.

Þú hendir svo miklu af fötum að það er eins og þú sért að breyta um fatastíl og það verður eitthvað í þá áttina. Þú reddar málunum þannig að þú færð nóg skotsilfur (peninga) til þess að leggja á ráðin.

Þú munt plana ferðalög og sjá út að þú þarft í raun og veru ekki að gera svo mikið til þess að þetta gangi allt eins og smurð vél. Bara þetta gefur þér visst adrenalín til þess að sjá meira en þú sérð núna. Þetta gerist á næstu mánuðum en akkúrat núna gæti þér fundist þú vera að tapa miklu. En það er ekki útkoman því hún er svo sannarlega góð elskan mín og þú verður eitthvað svo gjafmildur og gjafmildi þín verður eins og keðjubréf.

Það er eins og þú búir á tveimur stöðum einhvern part af tímanum sem er að nálgast. Hvort sem það eru flutningar í kortunum þegar líða tekur á árið er ég ekki alveg viss um. En þetta verður ótrúlega spennandi tími. Ef þú ert á lausu elskan mín þá er ástin tengd þér þegar vorið færist nær því þá ertu svo sannarlega tilbúinn. Núna reynir á ástarbönd sem hafa verið stutt á veg komin og í þeim tilfellum þarftu að vera 100% viss til þess þau geti þróast en aðrar tengingar munu blómstra.

Kossar & knús,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál