Krabbinn: Allar hurðir munu standa þér opnar

Elsku Krabbinn minn,

alveg sama hvað gerist eða hvaða hindranir eru settar fyrir framan þig þá áttu alltaf miklu fleiri vini en þú heldur. Það eru allir tilbúnir til að hjálpa þér, því þú ert svo sannarlega búinn að gefa svo mikið af þér til annarra. Þess vegna færðu jákvæð svör frá ólíklegasta fólki, en það eina sem þú þarft að gera er að spyrja.

Þótt það virðist óraunhæft fyrir mig að segja þetta við þig, en þú ert að vinna eitthvað í lífsins lottóinu sem lætur þig vera sterkari og ánægðari en þú varst fyrir nokkru síðan.

Þú ert að sýna svo mikið þakklæti og í hvert skipti sem þú sendir þakklæti út í Universið eða Alheiminn, þá eflir það þig miklu meira. Þú átt að byrja morguninn á því að þakka fyrir allt sem þú hefur þá sérðu það líka skýrar að allt er í góðu lagi og leiðin liggur svo sannarlega upp á við.

Ég dró eitt spil upp fyrir þig úr 76 spila bunka og það er besta spilið sem hægt er að fá úr þessum stokki. Þetta spil heitir ljós og sýnir þig haldandi höndunum upp til himins. Allar hurðir munu standa þér opnar og þú munt teygja þig eftir því sem þú kærir þig um.

Þetta er táknrænt fyrir þig á þessum athyglisverðu tímum því þú munt beina þinni athygli að því sem skiptir máli. Svo eins og meistari Guðni Gunnarsson meistari orðaði það svo skemmtilega er að athygli þýðir ljós, svo láttu það skipta miklu máli hvert athyglin er að leiða þig. Þú ert svo sannarlega elskaður og ef þú sérð það ekki núna þá er sumarið tími ástarinnar fyrir þig.

Kossar og knús,

Sigga Kling

mbl.is