Maíspá Siggu Kling er hér!!!

Maíspá Siggu Kling er mætt!
Maíspá Siggu Kling er mætt!

Maíspá Siggu Kling er komin í loftið. Hvað segja stjörnurnar um þig? Verður maí alveg geggjaður mánuður eða verður hann eymdin ein? 

Elsku Hrúturinn minn,

það hefur verið allskyns ókyrrð í kringum þig og þú þarft að passa þig að láta ekki utanaðkomandi persónur hafa áhrif á þína líðan. Það hefur svo margt og mikið verið að gerast undanfarinn mánuð. Margt af því mun hjálpa þér að ná betra jafnvægi og tökum á því sem þú vilt að gerist.

Sá tími sem þú ert að fara inn í núna kemur með svör við svo mörgu. Þetta lætur þig sjá heildarmyndina, hvað skiptir máli og hvað er algjörlega aukaatriði?

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Nautið mitt,

álagið sem er búið að vera í kringum þig getur birst þér í óúskrýrðri þreytu og ástæðan er sú að þú hefur verið að hugsa allt of mikið fram og tilbaka. Þetta er svo sannarlega þinn sterkasti tími á árinu vegna þess að ég segi (eina ferðina enn) að þú átt afmæli og þá er það eins og áramótin í lífi þínu.

Þá skoðarðu vel og vandlega hvað er búið að vera að gerast og skellir hurðinni eins og fast og þú getur á það sem þú vilt ekki draga með þér inn í næstu tólf mánuði.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Tvíburinn minn,

nú ert þú svo sannarlega að vakna og tilfinningar þínar eru að aukast til muna. Það er svo dásamlega gott með þig að þegar þér finnst ekki lífið vera að renna eitthvað afturábak þá leggstu bara í hýði eða sjálfsskipaða einagrun og með því hvílirðu hugsann.

Þú þarft að sofa í skorpum og ráða tíma þínum sjáfur ef þú getur og það eru dásamlegir möguleikar á nýju starfi, nýju verkefni og það eina sem þú þarft og raunverulega getur er að trúa, trúa, trúa, það er lykillinn.

Þetta verður margfalt skemmtilegra sumar en þú bjóst við, það færir nýtt og skapandi fólk inn í líf þitt, fær þig til að koma sjálfum þér og öðrum á óvart. Þú þarft bara að smella fingri til að efla ástina, eða eyða henni, svo máttur þinn er mikill - Næstu þrír mánuðir verða litríkir og spennandi og bestu mánuðir ársins.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Krabbinn minn,

alveg sama hvað gerist eða hvaða hindranir eru settar fyrir framan þig þá áttu alltaf miklu fleiri vini en þú heldur. Það eru allir tilbúnir til að hjálpa þér, því þú ert svo sannarlega búinn að gefa svo mikið af þér til annarra. Þess vegna færðu jákvæð svör frá ólíklegasta fólki, en það eina sem þú þarft að gera er að spyrja.

Þótt það virðist óraunhæft fyrir mig að segja þetta við þig, en þú ert að vinna eitthvað í lífsins lottóinu sem lætur þig vera sterkari og ánægðari en þú varst fyrir nokkru síðan.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Ljónið mitt,

þrátt fyrir allt sem þú ert búin að ganga í gegnum þá er tími Ljónsorkunnar runninn upp, sérstaklega ef þið skoðið tímann frá 4. maí. Þú ert að fara í gegnum ferðalag sem er bæði andlegt og veraldlegt og þú átt eftir að geta sagt við sjálfan þig, mikið ofsalega er ég heppinn. Því kringumstæðurnar raða upp fyrir þig lífinu á þann máta að þú sérð þú ert kominn í mark og finnur sigurtilfinningu sem á bara eftir að magnast.

Þú sérð og þú getur lagað aðstæður þínar og verið hreykinn af sjálfum þér. Þú andar inn súrefninu eins og það væri ást og með því elskarðu sjálfan þig margfalt meira því þú sérð þú ert með  þetta.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Meyjan mín,

þú ert svo hjartahlý og vel af Guði gerð. Þú verður bara að læra að skilja það betur sjálf. Tækifærin felast í hverju einasta andartaki og stundum á maður ekki að láta alla vita hvaða skref er næst. Það er eins og þú búir á eldfjallasvæði. Þú þarft að vera varkár og á verði og þó einhver lítil gos gjósi í kringum þig. Þetta er nefnilega eitthvað sem getur nýst þér mun betur en þú getur ímyndað þér.

Ástin getur flækst fyrir þér ef þú veist ekki hvað þú vilt í raun. Ef það eru einhverjar miklar flækjur skaltu ákveða þig hvort þú ætlir að halda eða sleppa. Því annars tekur það yfir orkuna þína ef þú tekur ekki ákvörðun. Það er alveg sama hvað verður fyrir valinu því það mun blessast, en hafðu þetta alveg á hreinu.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Vogin mín,

í öllu álagi er styrkur þinn fólginn því að álagið fær þig til að taka ákvörðun. Þetta leiðir þig áfram og þegar það gerist sleppir þú tökunum. Það færir þér frelsi og þú endurraðar upp lífspúslinu á ótrúlegum hraða því þú ert svo fljót að hugsa þegar þú þarft á því að halda.

Tíminn vinnur með þér akkúrat núna, þó ýmsar ákvarðanir geti verið erfiðar eða særandi fyrir aðra. Þær munu samt á endanum koma öllum vel. Að sjálfsögðu finnurðu fyrir því þú sért þreytt, en þú verður bara þreytt ef það er ekki nóg að gera. En þú átt eftir að vera á tánum og sjá miklu lengra en hinir sem gleymdu að teygja sig upp.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Sporðdrekinn minn,

þú dásamlega einstaka vera, fullt tungl í Sporðdreka er staðsett 7. maí og þá skaltu vera tilbúinn með óskalistann þinn. Þá skiptir miklu máli að hafa óskirnar stórar. Þú skalt biðja um höll þó þú þurfir bara hús og búast við mun meiru og sjá það fyrir þér og mundu að ekkert er þér ómögulegt yfir þennan magnaða tíma sem blessar þig.

Þú færð það sem þú vilt í ást og athöfnum, svo leggðu það sterkt fyrir að þú vitir hvað þú viljir. Og þótt það þýði þú slítir einhver sambönd sem þér hafa fundist mikilvæg en þau eru einskisnýt eða einskis virði.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Steingeitin mín,

ég veit að lífið er langhlaup, sem getur gert þig dálítið pirraða á köflum. En þá get ég sagt þér að þú ert eins og O – blóðflokkurinn. Sá flokkur hann passar við alla blóðflokka og bjargar þar af leiðandi mörgum lífum og er svo mikilvægur í öllu sínu látleysi.

Það er svo mikið að gerast og þú ert að tengjast við fólk sem er svo öðruvísi en þú bjóst við myndi heilla þig. Þessu fylgir svo mikið fordómaleysi og þú lokar alveg á það að detta það í hug að dæma aðra.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Vatnsberinn minn,

þú ert svo tilfinningaríkur og mikill í eðli þínu og afgerandi í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur. Þú gefst aldrei upp þó á móti blási heldur finnur þér bara nýjan farveg að fara í.  Að sjálfsögðu viltu halda öllum góðum og stundum er gott að dylja tilfinningar sínar og láta sem ekkert sé. En það getur verið gott að tala sérstaklega vel um þá sem fara í taugarnar á þér, í því felst lausnin til þess að allt gangi vel.

Það er mikilvægt fyrir þig að hafa reglu á því í hvað þú vilt eyða tímanum þínum, því það hendir þig öðru hvoru að festast í einskis nýtum tímaþjóf. Tónlist er læknandi fyrir þig, hún gefur þér kraft til að rísa upp á hverjum degi.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Fiskurinn minn,

það er svo ótrúlegt að sjá það hvað lífið getur gefið manni mörg kraftaverk. Það gerist oft akkúrat á þeirri stundu sem maður býst ekki við því, en það er nefnilega sá tími sem þú ert að synda inn í núna.

Það er svo mikill vilji í þér að framkvæma, breyta og bæta. Og þótt þú segir sjálfum þér jafnvel aftur og aftur að núna sé ekki rétti tíminn, þá er það er gjörsamlega ekki satt því allt er að breytast í höndunum á  þér og verða betra.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Bogmaðurinn minn,

þótt aðstæður hafi gefið þér að maður geti ekki stjórnað öllu, þá bjóðast þér bara nýjar leiðir. Þú aðlagar þig að lífinu eins og ekkert hafi í skorist.

Þetta er sannarlega góður tími fyrir þig, ef þú ert eitthvað tengdur sköpun. Hugmyndirnar fæðast ein af annarri sem höfðu ekki birst þér ef allt hefði bara verið venjulegt.

Þú ert svo fljótur að hugsa og beina þar af leiðandi þrótti þínum í rétta átt og þetta sérðu sérstaklega núna í maí mánuði. Þú hefur svo einstaka hæfileika til að hlusta á skoðanir annarra og fara milliveginn í lífsbröltinu.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

 

 

 

 

 

 

 

mbl.is