Tvíburar: Peningar koma til þín þegar og ef þú þarft

Elsku Tvíburinn minn,

nú ert þú svo sannarlega að vakna og tilfinningar þínar eru að aukast til muna. Það er svo dásamlega gott með þig að þegar þér finnst ekki lífið vera að renna eitthvað afturábak þá leggstu bara í hýði eða sjálfsskipaða einagrun og með því hvílirðu hugsann.

Þú þarft að sofa í skorpum og ráða tíma þínum sjáfur ef þú getur og það eru dásamlegir möguleikar á nýju starfi, nýju verkefni og það eina sem þú þarft og raunverulega getur er að trúa, trúa, trúa, það er lykillinn.

Þetta verður margfalt skemmtilegra sumar en þú bjóst við, það færir nýtt og skapandi fólk inn í líf þitt, fær þig til að koma sjálfum þér og öðrum á óvart. Þú þarft bara að smella fingri til að efla ástina, eða eyða henni, svo máttur þinn er mikill. Næstu þrír mánuðir verða litríkir og spennandi og bestu mánuðir ársins.

Að sjálfsögðu læðist að þér kvíði yfir hinu og þessu, en það eykur bara mátt þinn til að finna gleðina. Það verður eins og þú sjáir það skýrt hvernig þú ferð að því að leysa þær krossgátur sem eru fyrir framan þig.

Sumt fólk verður jafnvel taugaveiklað í návist þinni, því orðheppni gera þig að snillingi og þú hefur áhrif á fjölda fólks, hvort sem það er fjölskylda, vinir eða þjóðin er bara þitt að ákveða hversu langt þú vilt ganga.

Ekki skipta þér af pólítík eða öðrum alvarlegum störfum, því þótt þú sért sterkur og svipmikill þá geturðu líka verið of viðkvæmur fyrir annarra neikvæðni. Peningar koma til þín þegar og ef þú þarft svo ekki hafa áhyggjur af því, það er ekki þinn stíll!

Kossar og knús,

Sigga Kling

mbl.is