Steingeit: Þú umbreytir draumum í veruleika

Elsku Steingeitin mín,

það er svo margt að gerast, en þér finnst alls ekki nóg vera að gerast. Þig langar að klára og vera í svo mörgu að þú átt það til að missa máttinn. Svo skoðaðu vel að gera bara eitt verkefni eða einn hlut í einu.

Þú nýtur þeirrar sérstöku gæfu að geta umbreytt draumum í veruleika. Þú gefur þig svo sannarlega að þeim verkefnum sem þú tekur að þér og þolir það svo illa þegar á þeim verða tafir.

Þess vegna er svo mikilvægt að hrista aðeins upp í hlutunum og hlusta. Örlögin virðast hafa hagað því þannig að það gerir ekkert til hvað gerist, því heppnin býr heima hjá þér.

Þú hefur það sterkt á tilfinningunni þú hafir eitthvað mikilvægt fram að færa og þar hefurðu rétt fyrir þér. Draumar þínir eru að rætast á réttum tíma og á réttum stað. En láttu ekki óþolinmæði eða afskiptasemi annarra hafa áhrif á þig og sýndu alltaf þessa einlægu tillitssemi sem þér er í blóð borin.

Ég ætlaði að draga eitt spil fyrir þig úr töfrabunkanum mínum en þá voru tvö spil föst saman, svo þú færð þau bæði. Fyrsta spilið heitir Vísdómur eða Lærdómur og þú ert að læra svo mikið af lífinu eða öðru, hvort sem þú kærir þig um það eða ekki.

Þú færð töluna fimm sem gefur þér húmor, sterka tilfinningagreind og ferðalög. Á hinu spilinu er manneskja sem táknar þig og fyrir framan þig er kista full af gulli. Sú kista er að opnast meira og meira og þetta táknar að óskir þínar munu rætast sem fullnægja hjarta þínu.

Ef þú ert á lausu þá leitarðu að félaga í lífsbaráttunni og þegar þú finnur tvíburasálina þína þá skilurðu sjálfan þig betur. Ástin sveimar í kringum þig, opnaðu bara augum betur og þá sérðu það því veröldin er að leiða þig á nýja og betri tíð.

Kiss og knús, Sigga Kling

Frægir í Steingeitinni: 

Edda Andrésdóttir, fréttaþulur, 28. desember

Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, 17. janúar

Aron Mola, leikari, 12. Janúar

Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, 11. janúar

Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú Íslands, 12. janúar

Svava Johansen, kaupmaður í Sautján, 7. janúar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, stjórnmálamaður, 31. desember

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál