Tvíburinn: Þú munt koma þér úr þessari hringiðu

Elsku Tvíburinnn minn,

það er allt á fullri ferð í kringum þig og engin ástæða til þess að óttast neinn skapaðan hlut. Þú finnur fyrir jafnvægi í orku og heilsufari og þegar þetta tvennt er til staðar hjá þér þá verða andinn og hugsanirnar heilar.

Þú hefur svo margoft haldið að allt væri að fara til heilvítis og akkúrat þá gerðist eitthvað þveröfugt, því ef setningin: Þetta reddast ætti heima í einhverju stjörnumerki er það í þínu.

Það er svo mikilvægt fyrir þig að breyta því sem þú þolir ekki hvort sem það er kyrrseta eða að vera kyrr. Því þá lympast andinn þinn niður og þér verður ekkert úr verki.

Farðu út og faðmaðu tré, eða gerðu eitthvað sem tengist nátturinni, fjöllunum og sjónum. Móðir Jörð er svo tilbúin að gefa þér það afl sem vantar.

Ég horfði á heimildarþátt um daginn sem var gerður af einhverjum vísindamönnum sem sýndu og sönnuðu að tré tala saman með rótunum. Það þarf ekki að vera svo merkilegt sem þú gerir, bara þú sért með opinn huga, biðjir um það sem þú þarft og hugsa ekki um sem þú þarft ekki.

Ég dreg eitt spil fyrir þig úr töfrabunkanum og þar er mynd af manneskju sem heldur um hjartað á sér og undir stendur tilfinningalegur missir. Þú þarft að gleyma einhverju, allavega um stund, láta erfiðleika ekki búa í heilanum þínum, því þá finnurðu vanmátt til að takast á við allt sem er að bjóðast þér.

Hugsanir eru blekking, svo þú munt koma þér úr þessari hringiðu og um leið og þú tekur til í sálinni hækkar tíðni ástarinnar og allt smellur saman eins og þú vilt hafa það. Þetta verður dásamlegt sumar elsku hjartað mitt. Það er fullt tungl í Bogmanninum þann fimmta júní og þeirri orku fylgir ótrúlegur máttur, þú færð góðar gjafir og verður þar sem sólin er.

Frægir í Tvíburamerkinu: 

Marilyn Monroe, 1. júní 

Ingó Veðurguð, tónlistarmaður, 31. maí

Joan Rivers, leikkona, 8. júní

Örn Árnason, leikari, 19, júní

Össur Skarphéðinsson, stjórnmálamaður, 19. júní

Bjartmar Guðlaugsson, söngvari og snillingur, 13. júní

Sunna Rannveig Davíðsdóttir, bardagakona, 21. júní

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál