Vatnsberinn: Örlögin eru þér hliðholl

Elsku Vatnberinn minn,

þú ert búinn að vera í töluverðum átökum undanfarið. En það er alveg á hreinu að þú ert með öll réttu spilin í hendi þér. Þú þarft ekki að sýna öllum hvaða skref þú ætlar að taka, vertu bara alveg rólegur því tíminn er að vinna með þér.

Fæst orð bera oft minnsta ábyrgð, og þér er líka gefin svo ofurnæma innsýn í mannssálina, þú skilur alla svo vel því þú ert fordómalaus manneskja.

Þú ert afar snjall að gefa öðrum ráð og ættir þessvegna að vinna með fólk að einhverju leyti að minnsta kosti. Í þínu lífi ertu búinn að hjálpa svo mörgum að karma er komið til þín og gefur þér vængi svo þú getir flogið hátt yfir vandamálin sem þú telur að séu að ógna þér. Það er ekki vandinn sem drepur þig, heldur afstaða þín til hans.

Þetta tímabil hefur í raun verið að byggja upp svo stórkostlega hluti og þó þú finnir til þreytu er það bara vegna þess að þú hefur unnið gott dagsverk. Í ástinni þarftu að vera ljúfur eins og eðli þitt býður upp á, þá verða tengingar hjartans eins og best verður á kosið og þér líður vel.

Þetta er óvenjulegur og dásamlegur tími sem þú ert að fara inn í og þú nýtur þín til hins besta og sjálfstæði þitt eykst og það getur enginn haldið þér niðri því þú færð vængina til þess að fljúga til þess frelsis sem þú vilt.

Ég dreg eitt spil til mín úr töfrabunkanum mínum og þar er táknmynd af þér með báðar hendur upp til himins og sólin svo skín svo skært á þig. Þetta táknar að ljósið mun vísa þér veginn, svo það er ekkert að óttast. Þetta bendir líka á orkustöðina þína eða þriðja augað (Chakra) sem hjálpar þér að vega og meta hvað er rétt og hvað er rangt.

Þú ert að fara inn í tímabil þar sem örlögin eru þér hliðholl, hvort sem það tengist fjölskyldu eða annarri ást.

Koss og knús, Sigga Kling

Frægir í Vatnsberanum: 

Laddi, leikari, 20. janúar

Geir Sveinsson, handknattleiksþjálfari, 27. janúar

Yoko Ono, listamaður, 18. febrúar

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, 26. janúar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, 1. febrúar

Hilmir Snær Guðnason leikari, 24. janúar

Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona, 18. febrúar

Andrea Röfn Jónasdóttir, fyrirsæta, 15. febrúar

Auðunn Lúthersson, tónlistarmaðurinn Auður, 9. febrúar

mbl.is