Hrúturinn: Gerir allt í lausnum

Hrúturinn.
Hrúturinn.

HRÚTURINN | 21. MARS - 20. APRÍL

Elsku Hrúturinn minn, þú hefur þá orku í hendi þér að geta breytt svo mörgu og nýtt þér svo vel þær aðstæður sem eru í kringum þig. Það er ekki langt síðan allt stóð svolítið fast og þér fannst þú ekki hreyfast lönd né strönd.

Núna hittirðu ótrúlegasta fólk á hinum ýmsu mannamótum, eða á göngustígum niðri í fjöru. Hvort sem það er ertu að kalla til þín hamingjuna. Það er eins og þú gerir allt í lausnum, ert hættur að hugsa orðið vandamál, heldur sérð lausnirnar einn, tveir og þrír og stekkur á þær. Og eins mikið og þú vilt hafa allt í röð og reglu, þá læturðu það ekki stoppa þig á þessum tíma, heldur sleppir fram af þér beislinu og finnur að þú hefur svo mikla trú á þér.

Oprah Winfrey segir að heimurinn hafi sömu trú á þér og þú hefur á sjálfum þér. Það er heilmikil rómantík í kringum þig og þú elskar að daðra, þótt þú meinir ekki endilega neitt með því. Vertu alveg slakur í þessum málum, því ástin er til staðar. Þar sem þú vinnur allt í lausnum þarftu að vera snöggur að taka ákvörðun um hvort þú viljir eitthvað eða ekki. Þú átt eftir að fá svo magnaða sendingu til þín inn í lífið vegna góðra ákvarðana sem þú tekur.

Það er svona indíánaorka í þér og þú ert friðarhöfðinginn í þorpinu, reykjandi friðarpípuna. Þar af leiðandi sendir þú merki um frið allt í kringum þig og fyrirgefn ingu. Þá líður þér betur og betur og þetta blessast allt saman.

Kossar og knús, 

Sigga Kling

Frægir í Hrútnum:

Aretha Franklin, söngkona, 25. mars

Victoria Beckham, kryddpía, 17. apríl

Leonardo da Vinci, listamaður, 15. apríl

Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona, 29. mars

Björgvin Halldórsson söngvari, 16. apríl

Kári Stefánsson vísindamaður, 6. apríl

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, 15. apríl

Guðbjörn Sæmundsson, fótboltamaður, 26. mars

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál