Júlíspá Siggu Kling er lent!

Sigga Kling veit hvernig júlí gæti spilast út fyrir þig.
Sigga Kling veit hvernig júlí gæti spilast út fyrir þig. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lesendur mbl.is þurfa ekki lengur að fikra sig áfram í myrkrinu því nú er júlíspá Siggu Kling mætt á vefinn. Sigga hefur rýnt í stjörnurnar og spilin og veit hvað er framundan í júlí. 

Júlí er alltaf spennandi mánuður í lífi flestra og býður upp á mörg tækifæri sem er tilvalið að grípa, eða ekki! Sigga Kling leiðir okkur áfram inn í ljósið. 

Elsku Ljónið mitt,

him­in­geim­ur­inn og ver­öld­in öll er á hraðferð til að leysa úr öllu sem þú þarft að láta ger­ast. Þér finnst alltaf að þú þurf­ir að bjarga og redda öllu, svo að hugs­an­irn­ar eru á sömu fleygi­ferð og al­heim­ur­inn. Eft­ir því sem þér finnst þú geta tengt þig meira frið og ró get­urðu sleppt því að vera í spenn­ugírn­um. Þannig sérðu að þú þarft ekki alltaf að vera hopp­andi glaður til að sjá að ham­ingj­an held­ur í hönd­ina á þér.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa meira. 


Elsku Meyj­an mín,
það er svo magnað hvað hvers­dags­leg­ar kring­um­stæður og hugs­an­ir geta haft mik­il áhrif á þig. Það er sú til­finn­ing að þú sért að slá sjálfa þig utan und­ir og að kenna þér um þess­ar litlu vit­leys­ur.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa meira. 

Elsku Sporðdrek­inn minn,

það er ekki alltaf auðvelt að til­heyra þessu merki. Það eru alls kon­ar hvirfil­bylj­ir sem hafa mætt þér og þú hef­ur kom­ist í gegn­um þá alla. Þú ert sterk­ari en nokk­urri mann­eskju datt í hug og þegar þú lend­ir í aðstæðum sem ein­kenn­ast af streitu og ósam­ræmi miss­irðu orku.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa meira. 


Elsku Vog­in mín,

það er margt að ger­ast í kring­um þig, alls eng­in logn­molla því þú þrífst ekki í slíku. Þú nærð að klára svo margt og sérð líka millj­ón önn­ur verk­efni sem þú þarft líka að klára.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa meira. 


Elsku Bogmaður­inn minn,

þú hef­ur svo mik­inn sjarma og býrð til svo full­kom­in augna­blik. Svo þú verður að velja mót­leik­ar­ana þína af alúð og sam­visku­semi. Ann­ars verður allt vit­laust og þú dreg­ur þig niður á það plan sem mót­leik­ar­ar þínir eru á.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa meira. 


Elsku hjart­ans Krabb­inn minn,

það er mik­ill titr­ing­ur í til­finn­inga­líf­inu þínu svo gefðu dram­anu ekki meira að borða. Líf þitt er fólgið í því sem þú hugs­ar og tal­ar, svo hafðu þann vilja­styrk að draga að þér krafta­verk­in. Settu meiri trú í það að ver­öld­in sé að vinna með þér og það sé til lausn á vand­an­um.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa meira. 


Elsku bjart­sýni, skemmti­legi Tví­bur­inn minn,

þú ert svo fljót­ur að kippa þér inn í rétta gír­inn að þó að fyr­ir augna­bliki haf­ir þú verið í bakk­gírn­um manstu það ekki leng­ur. Og svo sann­ar­lega ferðu með flæðinu og fram­kvæm­ir það sem þú ætl­ar þér. Það kem­ur þér svo sér­stak­lega á óvart hverju þú nenn­ir því það hafa verið svo mikl­ar breyt­ing­ar í sál­inni þinni og á þínum karakt­er. Það er mjög mik­il­vægt að þú stopp­ir aðeins og sjá­ir þetta vera að ger­ast.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa meira. 


Elsku Vatns­ber­inn minn,

þú ert að taka svo mikla ábyrgð á öllu og það get­ur verið stress­andi. En í raun vil ég segja þér að þetta er svo spenn­andi. Það er margt að breyt­ast, en þú get­ur ekki bæði haldið og sleppt. Þú gæt­ir þurft að taka leiðin­leg­ar ákv­arðanir til þess að hreinsa and­rúms­loftið og það verður mik­ill létt­ir eft­ir það.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa meira. 


Elsku Fisk­ur­inn minn,

þú ert að fara í gegn­um skap­andi og skemmti­lega tíma. Þú ert í svo miklu jafn­vægi og hef­ur náð svo góðum tök­um á að finna það skemmti­lega í líf­inu út og skora það erfiða á hólm. Þú finn­ur og sérð að þú get­ur treyst bæði sjálf­um þér og öðrum bet­ur en þú hef­ur gert. Þú get­ur slakað meira á en áður og slappað af. Þú get­ur meira að segja leyft þér að sitja í farþega­sæt­inu og öðrum að stjórna og sleppt því að vera alltaf í sím­an­um.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa meira. 


Elsku Hrút­ur­inn minn,

þú hef­ur þá orku í hendi þér að geta breytt svo mörgu og nýtt þér svo vel þær aðstæður sem eru í kring­um þig. Það er ekki langt síðan allt stóð svo­lítið fast og þér fannst þú ekki hreyf­ast lönd né strönd.Núna hitt­irðu ótrú­leg­asta fólk á hinum ýmsu manna­mót­um, eða á göngu­stíg­um niðri í fjöru. Hvort sem það er ertu að kalla til þín ham­ingj­una.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa meira. 


Elsku Nautið mitt,

þetta dá­semd­ar dýrðar­tíma­bil sem þú ert að sveima inn í gef­ur þér jafn­vægi og öðru­vísi upp­haf. Þú finn­ur fyr­ir svo mik­illi ánægju yfir hlut­um sem þú hef­ur ekki einu sinni tekið eft­ir áður.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa meira. 


Elsku Stein­geit­in mín,

lífið er bara þannig að það er alltaf eitt­hvert annað fjall sem þú get­ur klifið. Þú hef­ur verið að klífa erfitt og mik­il­feng­legt fjall í lífi þínu og ná merki­leg­um mark­miðum fram. En svo er eins og þú spring­ir á limm­inu þegar þú kem­ur niður af fjall­inu því þú gleym­ir að sjá hversu merki­legt það var að ná toppn­um.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa meira. 


mbl.is