Nautið: Fiðrildi í maganum

Nautið.
Nautið.

NAUTIÐ | 21. APRÍL 20. MAÍ

Elsku Nautið mitt, þetta dásemdar dýrðartímabil sem þú ert að sveima inn í gefur þér jafnvægi og öðruvísi upphaf. Þú finnur fyrir svo mikilli ánægju yfir hlutum sem þú hefur ekki einu sinni tekið eftir áður.

Þú sættir þig við svo margt og hættir að stjórna öllu. Þú ferð að borða öðruvísi og hafa mikla skynjun á heilsunni. Bara mantran „Ég er heilsuhraust og ég er hress“ hentar þér svo dæmalaust vel á þessu sumri.

Þú finnur fyrir því eins og það séu fiðrildi í maganum á þér líkt og þú sért ástfangin, og kannski ertu það líka bara.

Þú þarft að passa þig mjög mikið á að vera ekki að umgangast of aggressívt og dóminerandi fólk. Því að þótt þú sért sterk manneskja ertu búin að vera viðkvæm líka og þolir ekki rifrildi, öskur eða garg. Það gætu tengst þér tvö heimili, eitthvað sem þú býst ekki við að komi, en er svo nálægt þér. Þér á eftir að finnast að þú sért búin að eyða of miklu og í óþarfa. En eftir því sem þú verður minna stressuð og slakar meira á í sambandi við peninga leyfir þú þér bara að eyða um efni fram. Því peningar eru að mæta þér þetta sumarið.

Ég dreg fyrir þig eitt spil og á því er talan fimm og þér fylgir líka talan fimm, þar sem þú ert í Nautsmerkinu. Þarna kemur sterkt fram að þú sért að læra svo mikið, heldur á bók á myndinni og horfir á fjölskyldu og hús fyrir framan þig. Hundar eru líka allt í kringum þig sem þýða vinir og í þessu öllu saman ertu að taka á móti svo sterkum orðum og setningum. Næmni þín hefur aldrei verið betri og þér finnst þú þurfir vart að sofa. Ef þú hefur verið að spyrja spurningar áður en þú last þessa spá, þá er svarið: Ekki bíða því rétti tíminn er núna.

Knús og kossar, 

Sigga Kling 

Frægir í Nautinu:

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska knattspyrnulandsliðsins, 22. apríl

Hannes Þór Halldórsson, markvörður, 27. apríl

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, rithöfundur og latikokkur, 21. apríl

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti, 14. maí

Halldór Laxness, rithöfundur og skáld, 23. apríl

Rúnar Freyr Gíslason, leikari, 29. apríl

Garðar Thor Cortes, söngvari, 2. maí

Helga Möller, söngkona, 12. maí

Katrín Tanja Davíðsdóttir crossfit-meistari, 10. maí,

mbl.is