Steingeitin: Að finna sitt innra afl

Steingeitin.
Steingeitin.

STEINGEITIN | 21. DESEMBER 19. JANÚAR

Elsku Steingeitin mín, lífið er bara þannig að það er alltaf eitthvert annað fjall sem þú getur klifið. Þú hefur verið að klífa erfitt og mikilfenglegt fjall í lífi þínu og ná merkilegum markmiðum fram. En svo er eins og þú springir á limminu þegar þú kemur niður af fjallinu því þú gleymir að sjá hversu merkilegt það var að ná toppnum.

Það eru nokkur fjöll fyrir framan þig og þú virðist geta ráðið hvert þú vilt stefna með áhuga þínum. Þú þarft að sjá og finna þitt innra afl aftur, þú ert með miklu magnaðri þrótt og liti en þér finnst þú hafa núna. Einbeittu þér að því sem virkilega skiptir máli og það er að hafa gaman að því sem þú gerir, hvað sem það nú er. Þannig kemstu upp á fjallið, þetta verður ekkert mál. Og það er svolítið góð setning fyrir þig að segja nokkrum sinum á dag: Þetta verður ekkert mál.

Góð vinkona mín sagði mér að þegar pabbi hennar vaknaði fór hann út á stétt, sýndi sig og bauð daginn velkominn. Þetta er svo falleg saga og hún tengist til þín, bjóddu það velkomið sem er að koma því það eru miklar breytingar í loftinu. Þetta er eitthvað sem þú sást ekki fyrir fyrir nokkrum mánuðum, en bjóddu þessar breytingar velkomnar, því þær boða gott. Ef þú ert á lausu í ástinni er eins og þú þorir ekki að fara alla leið, skaltu samt bara fara alla leið og sjá hvað gerist.

Ég dreg eitt spil úr stokknum mínum og þar er talan fimm, sem sýnir að fyrir framan þig eru hindranir. Þú ert að labba yfir brú sem er brotin og spilið segir að þær hindranir sem standa í vegi fyrir þér núna séu merkilegar. Þetta er vegna þess að þær gefa þér nýja áskorun sem þú hefðir annars ekki séð ef þessi hindrun hefði ekki orðið á vegi þínum. Máttur þinn er núna og morgundagurinn leysist.

Kossar og knús, Sigga Kling.

Frægir í Steingeitinni:

Edda Andrésdóttir, fréttaþulur, 28. desember

Michelle Obama, forsetafrú, 17. janúar

Aron Már Ólafsson, Aron Mola, leikari, 12. Janúar

Tómas Guðbjartsson, læknahetja, 11. janúar

Dorrit Moussaieff, forsetafrú, 12. janúar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, 31. desember

Sólrún Diego, áhrifavaldur, 19. janúar

mbl.is