Tvíburinn: Ferð með flæðinu

Tvíburinn.
Tvíburinn.

Elsku bjartsýni, skemmtilegi Tvíburinn minn, þú ert svo fljótur að kippa þér inn í rétta gírinn að þó að fyrir augnabliki hafir þú verið í bakkgírnum manstu það ekki lengur.

Og svo sannarlega ferðu með flæðinu og framkvæmir það sem þú ætlar þér. Það kemur þér svo sérstaklega á óvart hverju þú nennir því það hafa verið svo miklar breytingar í sálinni þinni og á þínum karakter. Það er mjög mikilvægt að þú stoppir aðeins og sjáir þetta vera að gerast.

Þú ert að blanda saman hamingju, auðmýkt og húmor og með þessa orku í farteskinu gengur þér vel í þeim samningum sem þú þarft og ætlar að ná. Þú sérð líka betur að hindranirnar eru minni eða eru engar.

Hafðu það alveg á hreinu að bendla þig ekki við neitt sem er ólöglegt og gæti komið í bakið á þér síðar. Þú færð það sem þig vantar, en þú færð ekki meira en það. Ég er ekki að tala um einhver smá mistök því af mistökunum verður þú bara meiri manneskja. Því þú getur samið, lagað og bætt þér í hag svo mistök gera þig bara að betri persónu.

Ég dreg eitt spil fyrir þig og þú færð töluna sex og mánuðurinn þinn ber líka töluna sex. Þetta er veraldlegur og andlegur ávinningur. Á spilinu er mynd af manneskju sem stendur fyrir framan tvo gosbrunna sallaróleg, því hún veit að hún er vernduð.

Talan sex þýðir líka fjölskyldu, ástina, frið og ró. Þetta segir þér að þú hafir náttúrulega hæfileika til að gleðja fólk og gefa andlega uppfyllingu. Það sem þú gefur frá þér færðu margfalt til baka. Svo þú ert að uppskera núna frá karmanu, góðar breytingar eru að birtast þér og þú færð meira en augað sér.

Kossar og knús, 

Sigga Kling

Frægir í Tvíburunum:

Marilyn Monroe, leikkona, 1. júní 

Ingó Veðurguð, tónlistarmaður, 31. maí

Joan Rivers, leikkona, 8. júní

Örn Árnason, leikari, 19. júní

Össur Skarphéðinsson, húmoristi, 19. júní

Bjartmar Guðlaugsson, söngvari og snillingur, 13. júní

Sunna Rannveig Davíðsdóttir, bardagakona, 21. júní

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál