Vogin: Spennandi tímabil

Vogin.
Vogin.

VOGIN | 23. SEPTEMBER - 22. OKTÓBER

Elsku Vogin mín, það er margt að gerast í kringum þig, alls engin lognmolla því þú þrífst ekki í slíku. Þú nærð að klára svo margt og sérð líka milljón önnur verkefni sem þú þarft líka að klára.

Það er svo mikið að gerast að það þarf að klára þetta allt núna strax, ekki stundinni seinna. Og þess vegna sérðu alltaf ný og ný verkefni því þú ert með hugann við það. Redda þessu, breyta þessu, færa þetta, það er aldrei nóg búið að gerast hjá þér.

Vogin er náttúrulega dýrari týpan og það sem þú ert að framkvæma núna, hvort sem það er í orði eða á borði, mun fleyta þér áfram. Orð þín munu glóa og breyta svo mörgu og sannleikurinn mun gera þig frjálsa. Þú þarft að stjórna tíma þínum sjálf, það hentar þér alls ekki að vera 8-5 týpan og sérstaklega ekki núna.

Það kemur fyrir að þú hafir þurft að stíga á annarra manna tær til að komast langt í lífinu, en hvað er að komast langt í lífinu? Það er bara þín persónulega skoðun. Þú stefnir að hærra marki og að nýjum sigrum.

Það dásamlega við þig er að þú getur setið tímum saman í eigin félagsskap og hugleitt næstu fléttu. Þetta er spennandi tímabil og þú ert spennandi. Þú nýtir gáfur þínar betur og elskar hvatvísina sem er ferðafélagi þinn. Í öllu þessu er mikilvægt að þú hrósir sjálfri þér og hugsir alls ekki að þú þurfir á hrósi annarra að halda.

Ég dreg eitt spil og það er talan fimmtán og þar er mynd af djöflinum, sem táknar freistingar. Þú átt það til að vera svolítill spennufíkill og þér gæti dottið það í hug að leika þér að eldinum. Lífið býður upp á alls konar freistingar og sumar þeirra átt þú sannarlega að varast.

Knús, Sigga Kling

Frægir í Voginni:

Ragga Gísla, tónlistarkona, 7. október

Steinn Steinarr, skáld, 13. október

Margareth Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, 13. október

Fanney Birna Jónsdóttir, fjölmiðlakona, 21. október

Friðrik Dór, tónlistarmaður, 7. október

JóiPé, tónlistarmaður, 2. október

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttaþulur, 19. október

Kim Kardashian, raunveruleikastjarna, 21. október

mbl.is