Bogmaðurinn: Þú ert á góðum stað í einkalífinu

Elsku Bogmaðurinn minn, þú þarft ekkert að vera stressaður þó þú eigir ýmsu
eftir ólokið. Taktu tíma frá fyrir sjálfan þig þó heilmikið sé eftir að gera. Þú gerir mjög miklar
kröfur til þín, en slappaðu samt bara af.

Ekki sundurgreina lífið eða tilfinningar þínar, ekki horfa á það sem er að gerast eins og
opinber gagnrýnandi. Því á meðan þú gerir þetta ertu ekki staddur í lífinu.
Ég man einu sinni eftir yndislegum Bogmanni sem ég gaf bókina mína, sem skilaði henni aftur og var búinn að merkja við allar þær villur sem hann fann í henni. Það er svo algengt þú getir fest þig í þráhyggjunni, að hugsa svo sterkt um hvað þú vilt fá en sérð í raun og veru ekki þú ert með það sem þú vilt fá. Gefðu þig hundrað prósent í ástina, leyfðu þér dálítið að drukkna í henni.

Gefðu þig hundrað prósent í verkefnið því þá líður þér 100% vel. Er það ekki það sem þú leitar eftir, að líða vel, upplifa hamingjuna og er það ekki bara það sem við öll viljum?
Þú sterki karakter sem hefur náð svo miklum árangri en samt mætt á leiðinni líka svo mikilli
óhamingju og erfiðleikum, munt njóta þín betur eftir því sem árin líða og þú verður eldri. Þar af leiðandi þarftu ekkert að gera annað en að leyfa þér að hlakka til, það er ferðalagið sem gildir, en ekki áfangastaðurinn.

Óvenjulegur persónuleiki þinn og geislandi töfrar greiða götu þína, og þú finnur þú ert á góðum stað í einkalífinu. Að sjálfsögðu líkar þér ekki að láta njörva þig niður, svo veldur þér ekki þannig förunaut sem vill loka þig inni í fuglabúri. Ástin byggist á því að hafa búrið opin og þá sérðu að sá sem elskar þig mun alltaf koma aftur. Það er mikil ást í kortunum og lækning hugans og þetta tvennt hefur einhverskonar samasemmerki.

Knús og kossar, 

Sigga Kling 

mbl.is