Krabbinn: Bakaðu frekar eplaköku en að pirrast yfir slæmum fréttum

Elsku Krabbinn minn, þú hefur haft svo mikið á hornum þér og pirrast yfir hinu og þessu og fundið kvíðakallinn í þér.

Þú hefur áhyggjur af því að þú standir þig ekki eins og vel og þú vilt og líka að fólk
standi ekki eins mikið í kringum þig og þú vilt. Það hellist yfir þig máttleysi yfir hlutum
sem hefðu ekki skipt þig máli fyrir um það bil ári síðan. Þetta er svolítið út af því þú ert
beintengdur spennunni í veröldinni og hefur skoðanir á of mörgu.

Ekki gefa vondum fréttum að borða, ekki sjá fréttatengt efni sem aðalatriði í lífi
þínu. Bakaðu frekar eplaköku og andaðu að þér ilmi einfaldleikans. Í þessu er lykillinn
fólginn, að ná aftur hugrekkinu og bjartsýninni í þér en þú sérð það ekki alveg nógu
vel.

Þó þú sért hygginn og eigir sérlega auðvelt með að skilja annað fólk, áttu það til að
lenda í því að fólk laðast of mikið að þér og þú þarft að leysa annarra manna vandamál
eins og þér væri borgað fyrir það. Þú verður þá að gera þetta með glöðu geði, eða kurteisislega loka á þann sem festir sig á þig eins og hnakkaskraut. Þér mun hlotnast mikil
ást sem þú þarft að sýna og gefa virðingu og þá finnurðu hvort þú ert tilbúinn í ástina
eða ekki.

Ég dreg tvö spil úr Steinaspilunum mínum og þar er fyrst tígultía sem táknar viðurkenningu og gott umtal og steinarnir sem prýða spilið eru frá Reykjanesi. Þessi skilaboð
gefa víbrandi orku, efla ástina og ástarleiki. Þetta gefur þér nýja vídd í hlutina, jafnar út
tilfinningar og auka frjósemi hugans og anda.

Kossar og knús, 

Sigga Kling

mbl.is