Meyjan: Ekki láta aðra hafa of mikil afskipti af þér

Elsku hjartans Meyjan mín, þú ert á og ert að fara inn í svo mikinn tilfinningatíma. Þetta hefur verið eins og marglitur kokteill af tilfinningum, en tilfinningar segja þér líka þú sért á lífi.

Þú þarft að dansa við eigið hljómfall og láta ekki aðra hafa of mikil afskipti af þér. Það kemur fyrir að fólk missir tökin, út af lífinu. En trúðu mér að eftir tvær vikur mun þér finnast að þú sért eins og ný manneskja, þú skiljir lífið og hið andlega betur. Þú þarft að standa sjálfstætt og treysta ekki á aðra.

Þú átt eftir að sjá að þú býrð sjálf yfir svo miklum kröftum og ert svo mikill heilari, haltu ákveðni þinni og öryggi og gerðu það sem þú veist að er best því þú ert nefnilega sendiboði hins góða. Ekki vanmeta þetta blessaða innsæi sem er fast við hjarta þitt því það er svo sterk gjöf sem mun færa þér gæfu og allsnægtir.

Ég dreg fyrir þig tvö spil; annað spilið sýnir hálfan mann og hálft Ljón og þetta er talan átta sem er tákn lífsorkunnar og eilífðarinnar. Tengingin er að þú fáir það afl sem þig vantar til þess að raða lífi þínu rétt niður.

Síðan kemur mynd af fjölskyldu, tákn frjósemi, gömul ást eflist og ný ást verður á vegi þeirra sem hafa hug á því. Þetta eru dásamleg spil, svo þú getur leyft þér að hlakka til.

Talan níu er sterk hjá þér og það virðist vera að koma upp að þú lærir eitthvað nýtt, tengist nýju eða framandi fólki. Þú ákveður ferðalög á staði sem þú hefur ekki áður farið á og verður heppin með flestallt sem þú sækist eftir, hvort sem það er tengt ríki, bæ, skólum eða hverju sem er, er viss blessun og jákvæðni fram undan hjá þér.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál