Nautið: Þú hefur gott sjálfstraust

Elsku Nautið mitt, þú ert svo magnandi merki, fljótur að magna upp að allt sé
að fara til andskotans og að magna upp að þetta sé ekkert mál og þú haldir bara áfram, svo þitt er valið, þetta kallast lífið. Það virðist vera að bjartsýni þín skili sér margfalt til baka, til þess að hafa hamingjuna sem fylginaut þarftu að hafa einn dag í einu að leiðarljósi.

Þú hefur gott sjálfstraust en lætur aðra trufla þig, og alveg sama þó þú ætlir ekki að láta annað fólk hafa áhrif á þig þá er ára þín svo opin að minnstu setningar eða athugasemdir geta orðið að hvirfilvindi í huga þínum. Það eina sem hægt að gera fyrir þig til þess að öðlast frið er að útiloka þessar hugsanir, með góðu eða illu.

Það er mjög algengt að maður telji að ef einhver geri manni eitthvað að maður eigi að biðja fyrir honum og senda honum ljós. En með því ertu líka að gefa þeirri manneskju pláss í huga þínum og tilveru, en lífið er list og þú þarft hugarró til þess að geta skemmt þér.

Þín stærsta lexía snýst um ástina, þú verður að elska skilyrðislaust og sjálfan þig enn heitar.
Þú ert núna á þeim tímamótum í lífinu að þú ert að fara í gjörólíka átt, átt eftir að tileinka þér
heilbrigðara líferni og miklu meiri sjálfsaga. Þó það komi náttúrulega fyrir þú verðir óþekkur,
sem er bara gaman. Þú átt eftir að finna þitt jafnvægi og nálgun á ástinni og velja þér svo einn dag í viku til þess að hugsa um eigin líðan og sjá og skilja hvað gerir þig hamingjusaman.

Ég dreg fyrir þig Steinaspil þar sem er laufatvistur sem táknar manneskju sem ekki er eins
traust og hún lítur út fyrir að vera. Á spilinu er mynd af fallegum kristal. Þú færð líka annað spil sem er laufaás sem táknar fjöruga tíma og færir þér hugrekki. Þú átt líka eftir að losa um hugrekki og þetta gefur blessun til að bæta þinn hag.

Knús og kossar, 

Sigga Kling

mbl.is