Hrúturinn: Þú verður óstöðvandi eins og Gullfoss

Elsku Hrúturinn minn,

eftir svolítið sérkennilegan sumartíma voru mörg atvik sem fengu þig til að upplifa sterkar tilfinningar sem voru allskonar. Þú ert búinn að vera feginn upp á síðkastið því sterki mátturinn þinn er er að streyma inn í allar orkustöðvarnar þínar.

Þetta þýðir ekki að þessi mánuður verði léttur eða auðveldur, því af auðveldu verður að sjálfsögðu ekkert.

Þú grípur fast í taumana og framkvæmir það sem þú hefur látið sitja á hakanaum eða ekki viljað horfast í augu við. Þegar þetta er að gerast kætistu og finnst gaman. Það er líka þannig að þegar þér finnst gaman, fyllistu af endorfíni og hugmyndirnar þeytast um huga þinn. Þú verður eins og rottan (sem er dásamlegt dýr) sem finnur alltaf út hvert hún á að fara, á hvaða hátt og hvernig hún á að bjarga sér.

Sjálfstraustið eflist og fossar í kringum þig og verður óstöðvandi eins og Gullfoss. Það sem þér fannst að var og er að hindra þig minnkar frá því að vera eins og fjall á bakinu á þér niður í að þér finnist þú ganga á gullnum sandi. Þú verður hissa á sjálfum þér því þú ert bestur í að leika þegar mikið er að gerast, en þegar ekkert er að gerast hjá þér koðnarðu niður og verður að ryki.

Núna ertu svo sannarlega að standa upp og gera allt sjálfur án hjálpar í raun og verður sterkari og sterkari að vita að þú getur þetta einn og óstuddur. Þú notar nýja takta við þá sem eru í kringum þig og finnur á þér hvað er best að gera hverju sinni. Það sem hefur brotnað í kringum þig verður eitthvað sem þú kemst svo sannarlega auðveldlega yfir.

Ég dreg eitt spil úr töfrabunkanum og talan sjö birtist á því spili sem táknar þú verðir svo andlega sterkur. Á spilinu er mynd af manneskju sem teygir sig til sólarinnar og setningin á spilinu segir: „Stattu á þínu og notaðu þessa yndislegu og stundum leiðinlegu þrjósku, því hún hefur hjálpað þér áður og gerir það svo sannarlega núna“.

Knús & kossar,

Sigga Kling

Frægir Hrútar:

Aretha Franklin, söngkona, 25. mars 

Leonardo da Vinci, listamaður, 15. apríl

Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona, 29. mars

Björgvin Halldórsson söngvari, 16. apríl

Kári Stefánsson vísindamaður, 6. apríl

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, 15. apríl

Guðbjörn Sæmundsson fótboltamaður 26. mars

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál