Krabbinn: Þú verðu hamingjusamari og þakklátari

Elsku Krabbinn minn,

núna er rétti tíminn og tækifæri fyrir þig að rísa upp og sjá alla þá möguleika sem birtast í raun og veru bara þegar maður er í erfiðri aðstöðu, sleppir tökunum og lætur sig vaða.

Þú einn getur hreinsað allt sem líkami og andi þinn hafa þurft að bera og þessi staða gerir þig sterkari og sterkari og þar af leiðandi merkari. Þér verða sýndar leiðir til að komast í ábyrgðarstöðu og líka að fá virðingu. Ekki endilega frá þeim sem þú sækist eftir, en bíddu bara augnablik og sjáðu.

Það er búið að vera merkileg lífssaga í þessu sumri hjá þér og ef þú skoðar aðeins betur þá er styrkur þinn fólginn í vanmættinum sem þú hefur fundið til öðru hverju.

Þú verðu hamingjusamari og þakklátari en þú hefur verið síðastliðin ár. Þú kemur sjálfum þér á óvart og verður hissa á hvernig þú losar þig við að hafa gengið í einskis nýtum drullupollum sem þó hafa verið á lífsleið þinni af ýmsum ástæðum.

Ábyrgðin sem þú ert með eða ert að fá upp í hendurnar getur fengið þig til þess að finnast þú sért orku eða kraftlaus ef þú horfir of langt fram á veginn. Svo ofhugsaðu alls ekki málin því allt sem er að gerast veldur því að þú verður betri manneskja.

Ég dreg fyrir þig tvö spil úr töfrabunkanum mínum; fyrsta spilið merkir nýtt upphaf og það næsta gefur þér sérstakan mátt í sambandi við vinnu eða verkefni. Þú nærð jafnvægi gagnvart þeim sem hafa verið að stressa þig eða pirra og verður sterkari í að líta framhjá göllum annarra og sjá bara kostina.

Ástin er fólgin í tryggð eða að vera trygglyndur og þú þarft aðeins að hafa fyrir henni, án þess jafnvel að fá mikið í staðinn. Þessi orka getur líka tengst bæði börnum, vinum eða að bara hreinlega því að vera ástfanginn. Vertu ákveðinn með skýra afstöðu til þess sem þú ætlar að fá framgengt, því þá birtist þú sem sannur sigurvegari.

Knús & kossar,

Sigga Kling

Frægir Krabbar: 

Auðunn Blöndal fjölmiðlamaður, 8. júlí

Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, 3. júlí

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, 26. júní

Unnsteinn Manuel Stefánsson, tónlistarmaður, 2. júlí

Ariana Grande, tónlistarkona, 26. júní

Meryl Streep, leikkona, 22. júní

mbl.is