Meyjan: Það er blessun yfir þér í þessum mánuði

Elsku Meyjan mín,

þú ert lúmskt stjórnsöm þótt þú takir kannski ekki einu sinni eftir því sjálf. Ein skemmtileg vinkona mín kom til mín um daginn og sagði að þetta væri ekki eins og maður væri stjórnsamur heldur maður hefði bara betri og skemmtilegri hugmyndir.

Það er svolítið „status quo“ eða stopp núna í byrjun september, en það er bara til þess að þú fáir þessar góðu hugmyndir og getir nýtt þær til að leiðrétta lífið þitt.

Ég dreg fyrir þig tvö dásamleg spil úr töfrabunkanum mínum og fyrra spilið hefur töluna tveir sem sýnir þér hvernig þú finnur þann sannleika sem þig vantar. Spil númer tvö hefur töluna sjö sem tengir þig sterkt og þýðir einfaldlega sigur.

Öll stöðnun fer svo illa í þig og hentar þér svo miklu ver en þú heldur að vinna frá 9-5. Það eru að tengjast inn í líf þitt vinir úr öllum áttum, svo þú sérð þú ert vel stödd.

Það býr í þér svo mikill sálfræðingur og gleðigjafi og þú hefur hæfileika til þess að vinna flókin verkefni eins og ekkert sé. Láttu engan stöðva þig, því það er alls ekki þinn stíll.

Þótt þú virðist í fyrstu sýn að vera með tökin á öllu og vera með allt á hreinu, þá er innsta eðli þitt svona eins og villiköttur. Þú þarft og verður að gera hlutina aðeins öðruvísi og margt er að leysast sem tengist frama þínum því þú ert á blaðsíðu þar sem hugrekki er rísandi tákn.

Haltu bara áfram eins og ekkert sé og haltu höfðinu hátt á lofti. Fáðu þig til að horfast í augu við það sem þú hefur verið að fresta, því að í því er fólgin svo miklu betri líðan. Svo kláraðu það sem þú þarft strax, skrifaðu niður áður en þú ferð að sofa hvað það er sem þú vilt klára. Því þegar þú skrifar niður það sem þú raunverulega vilt fer það inn í frumurnar þínar og á hárréttum tíma muntu taka réttar ákvarðanir, því það er blessun yfir þér í þessum mánuði.

Knús & kossar,

Sigga Kling

Frægar Meyjur:

Claudia Schiffer fyrirsæta

Selma Ragnars, fatahönnuður, 28. ágúst

Edda Björgvinsdóttir leikkona, 13. september

Beyoncé Knowles söngkona, 4. september

Eiður Smári Guðjohnsen, fótboltamaður, 15. september

Annie Mist crossfittari, 18. september

Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður, 29. ágúst

mbl.is

Bloggað um fréttina

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda