Septemberspá Siggu Kling er hér!

Septemberspá Siggu Kling er mætt inn á mbl.is. Hún rýnir í stjörnurnar og segir okkur hvernig þessi dásamlegi mánuður verður. Mun Ljónið finna ástina? Mun rætast úr lífi Meyjunnar? Hvernig verður Krabbinn stemmdur? 

Elsku Steingeitin mín,

það er svo margt sem þú ert búin að hugsa um að framkvæma, gera og ýta áfram. Þú lætur það pirra þig að allt standi of mikið í stað og að ekkert sé nákvæmlega eins og þú vildir að það væri. Þetta er svolítið erfitt fyrir þig, en það eru umskipti á svo mörgu fram undan hjá þér.

Þú færð upp í hendurnar verkfæri til að gera það sem þig langar, þó það sé ekki akkúrat eins og þú ætlaðir þér, kallast þetta lífið. Þú þarft að vera svolítið sniðug, fara rólegu leiðina og jafnvel ekki láta alla vita hvað þú ætlar þér, þá leysist þetta og þú finnur þinn frið.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

Elsku Vatnsberinn minn,

það er nú ýmislegt búið að ganga á, en flestallt sem er að lenda inni í lífsferðalaginu þínu er eitthvað sem þú hefðir átt að finna á þér eða sjá fyrir.

Eina hindrunin er gagnslaus reiði, því reiði er mesta eyðileggingarafl fyrir þann sem ber hana. Þegar þessi tilfinning kemur í huga þinn, jafnvel aftur og aftur, segðu þá nei til að koma henni út og útilokaðu reiðina. Með því færð þú kraft til að vera ákveðinn á fallegan máta og vera skýr í því sem þú gerir.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

Elsku Fiskurinn minn,

það er fullt tungl í þínu merki í byrjun september. Það er svo magnað, að ef þú skoðar tímasetningar vel þá var allt á þeytingi í líðan þinni fyrir örskömmu síðan og þú vissir ekki alveg hvernig þú áttir að láta þér líða. Núna eru ákvarðanir teknar og það er svo mikilvægt að um leið og maður tekur ákvörðun, hvort sem hún er rétt eða röng, þá líður manni strax betur. Þetta listamannamerki finnur svo sannarlega út hvernig það á að haga sér og orða þær setningar við þá sem geta togað í spotta og hjálpað áfram þinn veg.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

Elsku Hrúturinn minn,

eftir svolítið sérkennilegan sumartíma voru mörg atvik sem fengu þig til að upplifa sterkar tilfinningar sem voru alls konar. Þú ert búinn að vera feginn upp á síðkastið því sterki mátturinn þinn er er að streyma inn í allar orkustöðvarnar þínar.

Þetta þýðir ekki að þessi mánuður verði léttur eða auðveldur, því af auðveldu verður að sjálfsögðu ekkert.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

Elsku Nautið mitt,

þú átt eftir að brosa út að eyrum því þú átt eftir að fá mikilvægar fréttir sem bæta stöðu þína. Þú átt líka eftir að brosa hringinn yfir því að þú sérð að þú ert kominn á réttan stað. Það er heilmikið af tilfinningum búið að leka út úr hjartanu þínu og þú ert svo sannarlega eitt mesta tilfinningamerkið. Fólk elskar þig hvort sem þú ert niðurbeygður eða fullur af bjartsýni eða gleði. Stattu beinn og sterkur og leyfðu fólki að sjá hvað þú ert að gera, það er gott fyrir þig að treysta meira bæði á fólk og máttinn í lífinu öllu.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

Elsku Tvíburinn minn,

það hefur verið rok úr öllum áttum, en það fleygir þér bara áfram eða á nýja staði. Þú hefur staðið þig eins og fjallkonan sjálf. Þótt þig hafi langað að brotna niður og gráta er það ekki valmöguleiki sem þú hefur skoðað eða hleypt að.

Líkami þinn er að styrkjast og þá gerir hugurinn það líka samhliða. Þú verður bjartsýnn fyrir þessum vetri og næstu sex mánuðir sýna svo sannarlega hvaða karakter þú hefur að geyma.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

Elsku Krabbinn minn,

núna er rétti tíminn og tækifæri fyrir þig að rísa upp og sjá alla þá möguleika sem birtast í raun og veru bara þegar maður er í erfiðri aðstöðu, sleppir tökunum og lætur sig vaða.

Þú einn getur hreinsað allt sem líkami og andi þinn hafa þurft að bera og þessi staða gerir þig sterkari og sterkari og þar af leiðandi merkari. Þér verða sýndar leiðir til að komast í ábyrgðarstöðu og líka að fá virðingu. Ekki endilega frá þeim sem þú sækist eftir, en bíddu bara augnablik og sjáðu.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

Elsku margbreytilega Ljónið mitt,

þú þarft að beita öllum þeim töfrum sem þú hefur til þess að vera kamelljón þennan mánuðinn. Þannig að þú getir heillað alla í kringum þig, ólíkustu hópa og helst allt það fólk sem verður á vegi þínum. Allt slúður er bannað, því þá magnarðu upp drama í kringum þína eigin sál og það er ekki í boði.

Þó þú heyrir eitthvað slúður um sjálfa þig, láttu það ekki kremja hjarta þitt. Í góðri bók eftir Dale Carnegie stendur einmitt að „enginn sparkar í hundshræ“, svo láttu annarra orð ekki dvelja í þínum huga mínútu lengur.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

Elsku Meyjan mín,

þú ert lúmskt stjórnsöm þótt þú takir kannski ekki einu sinni eftir því sjálf. Ein skemmtileg vinkona mín kom til mín um daginn og sagði að þetta væri ekki eins og maður væri stjórnsamur heldur maður hefði bara betri og skemmtilegri hugmyndir.

Það er svolítið „status quo“ eða stopp núna í byrjun september, en það er bara til þess að þú fáir þessar góðu hugmyndir og getir nýtt þær til að leiðrétta lífið þitt.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

Elsku Vogin mín,

ég veit það er margt búið að vera í kringum þig sem þú hefur haft litla stjórn á, líkt og þú sért að snúa lukkuhjóli og vitir ekki hver vinningurinn er eða hvaða átt á að rúlla því. Næstu þrír mánuðir eru mikilvægustu mánuðirnir á árinu. Það verða töfrar eða galdrar allt í kringum þig og einhvern veginn mun lífið færa þér eins og á silfurfati betri og meira spennandi áhugamál sem tengjast bæði vinnu og nýjum verkefnum.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

Elsku Sporðdrekinn minn,

þú ert að fara inn í tímabil þar sem þú finnur þig mildast gagnvart því sem er í kringum þig. Þú ert eins og friðarhöfðingi með friðarpípu. Þú nennir ekki að stinga neinn og leyfir þér bara að vera nákvæmlega eins og þú vilt. Venus er svo mikið tengt þínu merki, svo allt sem þú setur ást og auðmýkt í færðu hjálp við þegar líða tekur á nóvember.

Ég dreg núna fyrir þig spil úr töfrabunkanum og í staðinn fyrir að fá tvö dró ég fjögur. Ég vel tvö úr þeim sem mér finnst henta þér. Talan á spilinu er áttan, tákn eilífðarinnar. Þetta er tilfinningatengt spil og þú setur það gamla til fortíðar til þess að hafa pláss fyrir það nýja.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

Elsku Bogmaðurinn minn,

plánetan Júpíter er þín pláneta og ég vil túlka hana sem plánetu allsnægta. Svo þú færð að sjá þú færð miklu meira í líf þitt en þú bjóst við. Útkoma þessi er mest þegar árið 2020 er að enda.

Þú finnur það á þér eða færð tilfinningu fyrir (sem er það sama) að þú sért að fara inn í góða tíma. Þessi tilfinning mun efla þig til dáða og fá þig til að gera þitt besta, og reyndar aðeins meira en það. Ekki eyða tímanum í að hugsa um það sem er búið því það ruglar þig í ríminu til þess að skilja hvað þú getur.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

mbl.is