Bogmaðurinn: Þú vinnur til verðlauna

Elsku Bogmaðurinn minn,

þú ert að fara inn í nýtt tímabil og svo margt að fara að gerast sem þú hefur ekki upplifað áður. Í þessu ferðalagi er svo mikilvægt að hugur þinn, líkami og sál séu eins tær og undirbúin og mögulegt er.

Ekki taka inn of mikið magn af því sem fer illa í þig og breytir líðan þinni. Farðu aðeins aftur í tímann í huganum og skoðaðu nákvæmlega hvað þú varst að gera þegar þér leið sem best og reyndu að gera eins líkt því og þú gerðir þá.

Drama er stór þröskuldur í þeim tíma sem þú ert að fara inn í. Ég segi að maður eigi ekki að gefa dramanu að borða og ekki næra það með því að tala hversu erfitt þetta og hitt er. Heldur að allt sem er að gerast er til þess að þú verðir hinn fullkomni þú.

Sjálfstraustið eykst með degi hverjum og með öðruvísi verkefnum og það er nefnilega svo margt sem þú getur. Svo ef þér finnst eitthvað verkefni í lífinu vera að stoppa þig, þá er samt af nógu að taka. Þú getur geymt eitthvað um stund, en skoðað aftur síðar þegar orkan og krafturinn er nægilega mikill hjá þér til þess að brjóta niður vandamálim og byggja upp lausnir.

Það er engum að kenna þó þér finnist erfiðleikarnir vera að hvísla að þér, svo hættu að veita því athygli því það er ljós hinum megin við göngin, og það er svo sannarlega skært. Þú vinnur til verðlauna eða viðurkenningar, hvort sem það er tengt í kringum þig eða því sem þú ert að bjástra við og það hvetur þig enn meira áfram.

Eitt þarftu sérstaklega að skoða, að þú þarft ekki að styðjast við annað fólk í kringum þig, heldur skaltu alveg sleppa því, þá sérðu þú getur þetta alveg einn og óstuddur og þá finnurðu hvað þú getur verið stoltur af sjálfum þér.

Knús & kossar,

Sigga Kling

Frægir Bogmenn:

Ingvar E. Sigurðsson leikari, 22. nóvember.

Björgvin Franz Gíslason leikari, 9. desember. 

Steindi, grínisti, 9. desember.

Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, 11. desember.

Jóhannes Ásbjörnsson á Fabrikkunni, 28. nóvember.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, 30. nóvember. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál