Krabbinn: Gerðu meira en þú ætlar

Elsku Krabbinn minn,

þín umhyggjusemi og góða nærvera hefur áhrif á svo marga. Það býr svo gömul sál í hjarta þínu, það er svo mikilvægt þú skiljir það.

Þú þarft að vera óhræddur við að ríða á vaðið og opna faðminn því það eru svo margir sem fá betri líðan og heilum frá þér. Þú átt svo gott með það að setja þig sjálfan ekkert endilega í efsta sætið en þú ert á svo góðum stað í röðinni og það er að koma að þér.

Þar sem þú hefur þann sérstæða eiginleika að aðrir njóti með þér og styrkur þinn býr í því að manneskjurnar hafi smá athvarf í hjarta þínu og með því stækkar hjarta þitt margfalt.

Þú hefur svo mikla blíðu að bera og skilning, það eina sem þú skalt bæta við núna næstu mánuði er hugrekki því allt stendur með þér að taka mikla áhættu. Ekki reikna það nákvæmlega út að ef þú gerir þetta gerist þetta og ef þú gerir þetta gerist hitt, því þetta er tíminn til að snúa vörn í sókn og ná í það sem þú vilt og óskar.

Ef þú ert ekki alveg viss hvar ástin liggur skaltu nota þessa aðferð, hugrekki og að ná í það sem þú vilt því þú ert undir regnboganum eins og hann gerist bjartastur.

Þú sættir þig við vankanta eða galla þína sem og annarra og þú hefur enga stríðsexi til að berjast með lengur. Svo þú notar hyggjuvit og innsæi þitt sem þýðir það sem þú sérð innra með þér, til að taka stórar ákvarðanir, svo ekki hika við það.

Að hika er það sama og tapa, því þegar þú sérð hvað þú átt að gera skaltu framkvæma eitthvað af því innan fimm mínútna, ekki hika, þá taparðu. Þú semur við þá sem þú þarft að semja við og kemur vel út úr þeim samningum. Gerðu meira en þú ætlar, þá færðu það sem þú vilt og meira til.

Knús & kossar,

Sigga Kling

Frægir Krabbar:

Auðunn Blöndal, 8. júlí

Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, 3. júlí

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, 26. júní

Unnsteinn Manuel Stefánsson, tónlistarmaður, 2. júlí

Ariana Grande, tónlistarkona, 26. júní

Meryl Streep, leikkona, 22. gúní

mbl.is