Ljónið: Peningar munu streyma til þín

Elsku Ljónið mitt,

þér finnst eins og þú hafir verið að keyra á vegg, sem er rétt, en þessi staða er bara til þess að þú sjáir aðrar leiðir. Það er aldrei bara ein leið í boði og það er alltaf möguleiki að veðja á réttan hest. Og þegar stór hindrun, líkamlega, andlega eða tilfinningalega hefur stoppað þig skaltu gefast upp með báðum höndum því það er önnur leið að birtast þér sem þú bjóst ekki við þú værir fær um að fara.

Setningin allt er fertugum fært er oft notuð, en ég vil segja allt er Ljónunum fært, því Ljónið er tákn um lífsgleði og óútskýranlega útgeislun. Svo þér verður alltaf fyrirgefið, en notaðu það líka til að fyrirgefa sjálfum þér ef þér finnst þú ekki hafa verið nógu máttugur.

Peningar munu streyma til þín, en þú þarft líka að passa þeir streymi ekki aftur út í eitthvað sem skiptir ekki máli. Og þó að svo margt sé búið að gerast hefurðu byggt svo góðar undirstöður fyrir framtíðina, og ef þú ert ekki góður í fjármálum fáðu þá einhvern annan til að skipuleggja það.

Þannig að við það sem þér finnst þú ekki vera að höndla sjálfur skaltu finna einhvern sem er betri en þú í því sem þig vantar. Með þessu ert þú og heimurinn allur í kringum þig að skapa hindrunarlausara líf og einbeittari vilja og fallegri orku til að finna og sjá hvað  þú ert fullkominn. Það eru neistar í ástinni, en leyfðu þér ekki að opna fyrir neistann nema það sé heiðarleg og rétt tilfinning.

Ég dreg fyrir þig tvö spil úr töfrabunkanum mínum og ég fæ spil sem segir að þú sért svolítið að þjást í þögninni, og það er talan níu sem þýðir alheimsorka sem segir að þú ert bara sekúndubrot að tengja þig við allskonar hluti, manneskjur og allavega þætti sem þú vilt skoða í lífi þínu.

Hitt spilið sem ég dró er talan 20 og hún færir þér styrk til að standa alveg uppréttur, en myndin er af manneskju sem stendur á annarri vogarskál réttlætisins og réttlætið mun birtast þér nákvæmlega á hárréttu augnabliki.

Knús & kossar,

Sigga Kling

Fræg Ljón:

Cara Delevingne fyrirsæta, 12. ágúst

Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, 28. júlí

Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, 12. ágúst

Birgitta Haukdal söngkona, 28. júlí

Barack Obama fyrrum Bandaríkjaforseti, 4. ágúst

Ásdís Rán fyrirsæta, 12. ágúst

mbl.is