Októberspá Siggu Kling er mögnuð

Spákonan Sigga Kling veit nákvæmlega hvernig líf landsmanna verður í október. Hvernig okkur mun líða, hvaða draumar muni rætast og hvort hamingjan banki ekki örugglega upp á hjá okkur. 

Elsku Bogmaðurinn minn,

þú ert að fara inn í nýtt tímabil og svo margt að fara að gerast sem þú hefur ekki upplifað áður. Í þessu ferðalagi er svo mikilvægt að hugur þinn, líkami og sál séu eins tær og undirbúin og mögulegt er.

Ekki taka inn of mikið magn af því sem fer illa í þig og breytir líðan þinni. Farðu aðeins aftur í tímann í huganum og skoðaðu nákvæmlega hvað þú varst að gera þegar þér leið sem best og reyndu að gera eins líkt því og þú gerðir þá.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni. 

Elsku Steingeitin mín,

þú ert svo mikill snillingur í því að láta ekki á því bera hvernig þér líður, allavega ekki út fyrir fjölskylduna. Þú átt það til að fá of mikið samviskubit þegar þér finnst að það sem þú gerir er ekki 100%. En hundrað prósent er of kassalaga og ekkert spennandi kemur út úr því hvort sem er.

Svo núna ferðu yfir næsta mánuð með örlítið kæruleysi í vasanum, þessi tíð sem þú ert að ganga inn í er svipuð og þegar fótboltamenn ganga inn á völlinn og muna bara síðasta leikinn sem gekk illa. Þá „jinxa“ þeir aftur yfir sig svipaða erfiðleika.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni. 

Elsku Vatnsberinn minn,

áfram skaltu halda veginn með auðmýkt, sleppa egóinu og tengja þig við alla velunnara og passa að hafa enga fyrirstöðu. Jafnvægið, friðurinn og framtíðin munu ráðast af þessu út næstu mánuði. Viðurkenndu bara ef þér hafa orðið á mistök, það er betra að koma því út en halda því inni.

Þú þarft ekki að tjá þig um allt saman, heldur að sýna þú sért lítillátur þó þú stefnir hátt. Það eru margir í þessu merki búnir að leita eftir allskonar aðstoð í kringum sig, til dæmis fá lánaða dómgreind og líka í sambandi við heilsu og útlit.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni. 

Elsku Fiskurinn minn,

ég hef margoft lýst því yfir að það sé ekki til leiðinleg manneskja í þessu merki. Þér getur sjálfum fundist þú vera leiðinlegur og ekki eins frábær og þú vilt, en það er sko ekki skoðun þjóðarinnar. Svo í hvert skipti sem þú ætlar að grafa þér holu er gott ráð fyrir þig að eiga bara ekki skóflu, það tekur því ekki.

Allur þinn vanmáttur er fólginn í röngum hugsunum í heilanum á þér og líka því að stundum finnst þér þú eigir að stjórna veröldinni og öllum einn. Svo þú verður alltaf „multi-tasker“, getur svo margt og í raun og veru munt framkvæma svo miklu meira en þér dettur í hug í dag.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni. 

Elsku Hrúturinn minn,

þér líður svolítið eins og þú sért á stórum togara, það hafi verið brjálaður sjógangur og þú veist ekki alveg hvernig þú réttir skipið af.

Þessi tilfinning leysist upp og fær farsælan endi þegar október heilsar þér. Þú þarft í þessu tilviki að hafa alla góða, tala ekki illa um neinn eða slúðra um nokkurn mann. Vegna þess að þú gætir átt það eftir að lenda í svipuðum raunum og sú persóna. Hafðu það sem aðalsmerki þitt að vita að þú treystir ekki þeim sem eru að tala illa um náungann og þannig eru leikreglurnar þínar alls ekki.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni. 

Elsku Tvíburinn minn,

þér finnst að allt mætti vera að gerast örlítið hraðar og að tíminn hafi haft þá tilhneigingu að standa kyrr. Þessi faraldur sem hefur farið um heiminn hefur að mínu mati sett mestu merkin á þig.  Það fara þér nefnilega svo illa öll boð og bönn og það fær þig svo oft til að hugsa þá um gamlar sorgir sem þú hefur gengið í gegnum.

Það er svo mikið af fjörkálfum og uppátækjasömu fólki í þínu merki og núna þurfið þið sjálf að skreyta framtíðina með ykkar eigin litum. Það er líka svo mikilvægt fyrir þig að vita að þú þarft að sofa meira en aðrir og algjörlega að leggja þér línurnar að þú getir verið sjálfstæður bæði í vinnu eða skóla.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni. 

Elsku Krabbinn minn,

þín umhyggjusemi og góða nærvera hefur áhrif á svo marga. Það býr svo gömul sál í hjarta þínu, það er svo mikilvægt þú skiljir það.

Þú þarft að vera óhræddur við að ríða á vaðið og opna faðminn því það eru svo margir sem fá betri líðan og heilum frá þér. Þú átt svo gott með það að setja þig sjálfan ekkert endilega í efsta sætið en þú ert á svo góðum stað í röðinni og það er að koma að þér.

Þar sem þú hefur þann sérstæða eiginleika að aðrir njóti með þér og styrkur þinn býr í því að manneskjurnar hafi smá athvarf í hjarta þínu og með því stækkar hjarta þitt margfalt.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni. 

Elsku Ljónið mitt,

þér finnst eins og þú hafir verið að keyra á vegg, sem er rétt, en þessi staða er bara til þess að þú sjáir aðrar leiðir. Það er aldrei bara ein leið í boði og það er alltaf möguleiki að veðja á réttan hest. Og þegar stór hindrun, líkamlega, andlega eða tilfinningalega hefur stoppað þig skaltu gefast upp með báðum höndum því það er önnur leið að birtast þér sem þú bjóst ekki við þú værir fær um að fara.

Setningin allt er fertugum fært er oft notuð, en ég vil segja allt er Ljónunum fært, því Ljónið er tákn um lífsgleði og óútskýranlega útgeislun. Svo þér verður alltaf fyrirgefið, en notaðu það líka til að fyrirgefa sjálfum þér ef þér finnst þú ekki hafa verið nógu máttugur.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni. 

Elsku Meyjan mín, 

alveg sama hvaða hvirfilbyli þú hefur farið í gegnum er eins og þú hafir fundið það út hvernig þú getur leyst þig þó þú hafir verið eitthvað bundin. Þú sérð í raun og veru hvað það er auðvelt því þú ert byrjuð á þeirri leið og þú skilur líka að einfaldir og litlir hlutir verða að stórmerkilegum þætti í lífi þínu.

Þú lagar þannig til í kringum þig og gefur þér tíma (sem er í raun og veru það eina sem við eigum), til að sjá þú ert á góðum stað. Þú aftengir þig við erfiða hlekki og neikvæðar fíknir sem geta hafa sett móðu yfir augun á þér. Þú skapar betra hreiður í kringum þig og leggur sterkari drög í huga þínum um hvernig þú vilt að framtíðin raðist.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni. 

Elsku Sporðdrekinn minn,

þó þú eigir auðvelt með að greina aukaatriði frá aðalatriðum geturðu verið of stífur og leyft aukaatriðum verða aðalatriðin.

Það býr svo mikill og óbeislaður kraftur í þér sem þú getur nýtt þér bæði til góðs og ills, þú ert hið fullkomna yin & yang. Það býr í þér einbeitt persóna sem þolir ekkert nema sigur, en þegar þér finnst þú hafir ekki barist nógu vel hefurðu þá tilfinningu að stinga sjálfan þig á hol, þessvegna er enginn millivegur ríkjandi hjá þér.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni. 

Elsku Nautið mitt,

það eina sem þú hefur í raun óskað þér er að vera góður og það ertu svo sannarlega. Tilfinningar þínar setja mikið að litum í kringum þig, þú færð alla liti sem heimurinn í raun og veru getur gefið.

Það kemur svo sterkt fram að þú ert að fara inn í tímabil þar sem þín sanna vinátta verður endurgoldin með ólýsanlega fallegu karma. Þú heldur kannski of fast í sama fólkið og þarft að opna fyrir vissa vídd til þess að tengjast nýju fólki eða gömlum félögum sem þú hefur ekki sinnt.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni. 

Elsku Vogin mín,

þetta tímabil er svo sannarlega þinn tími því þín áramót eru núna og þín áramót tengjast að sjálfsögðu afmælinu þínu.

Áður en sá dagur kemur er ýmislegt sem þú þarft að fínstilla og þér getur fundist þreytandi eða þungt, en þegar afmælisdagurinn þinn er liðinn finnst þér eins og þungu fargi sé af þér létt. Þú sérð þú ert búin að klára svo miklu meira en þú hélst þú gætir. Í þessu öllu er svo mikilvæg staða þín, ert það þú sem stjórnar eða lætur þú stjórna þér? Í því samhengi vil ég segja að millivegurinn er mikilvægur, ef þú stjórnar láttu þá ekki aðra halda þú stjórnir.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni. 

mbl.is