Bogmaðurinn: Lífið er á of hægum hraða fyrir þinn smekk

Elsku Bogmaðurinn minn,

talan sjö er talan þín þessa mánuði. Hún gefur þér það að þú þarft að byggja sjálfan þig upp og styrkja undirstöðurnar, því þú ert að undirbúa þig fyrir svo aflmikið tímabil sem þú sérð miklu betur um áramótin og allt næsta ár.

Þú hefur og ert að sá svo mörgum góðum fræjum á þessu ári, en þú hefur stundum ekki alveg þolinmæði fyrir því að þau hafi ekki vaxið eins hátt og þú vildir.

Þú ert nú þegar búinn að skila frá þér svo mörgu sem á eftir að verða þér ábótasamt, bæði andlega og veraldlega. Núna skaltu fagna andlegu tímabili, jafnvægi og þolinmæði til þess að auka þitt innra þrek enn meira.

Lífið er á of hægum hraða fyrir þinn smekk, en það er svo margt að vaxa sem þú ert búinn að láta frá þér. Kærleikur og þakklæti umlykja þig og þú skalt ekki gefa viðkvæmninni tíma, því það er mikilvægt að láta sem ekkert sé þó einhver hendi í þig skít.

Tengdu þig við Alheiminn, fjölskyldu þína og vini. Taktu fleiri myndir, efldu þig í tölvukunnáttu, gerðu heimasíðu eða opnaðu snapchattið, því nú hefurðu nægan tíma til þess að gera það sem þú ætlaðir þér.

Þó að hlutirnir gerist hægt þá gerast þeir samt og útkoman verður svo ótrúleg með skilningnum sem þú ert að öðlast af öllu því sem er að gerast í kringum þig.

Ég dreg fyrir þig úr tveimur spilabunkum og þar færðu Laufaásinn sem segir að hugrekki sé málið og íslenski steinninn sem prýðir þetta spil táknar upphaf, losar um þröngsýni og kemur með nýjar hugmyndir, hugrekki og blessun.

Þegar ég skoða hitt spilið sem ég dró fyrir þig sem er með merkilegu töluna 12, en hún gefur þér fullt hús stiga. Skilaboðin eru einnig að þú þarft að fórna einhverju, eða þarft að láta frá þér ónauðsynlega veraldlega hluti sem jafnvel eru þér til trafala. Í beinu framhaldi af því finnurðu að lífið verður bara svo miklu auðveldara og ástin og hamingjan búa í þínu partýí.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál