Vogin: Sjálfstraust þitt blómstar þessa dagana

Elsku Vogin mín,

það er svo dásamlegt að vita að þú hafir þá trú að þú byggir þína velferð upp sjálf. Og það er svo sannarlega rétt, því í þér býr hinn guðlegi neisti og þegar þú finnur þú getur treyst á þennan neista ertu hinn eini sanni sigurvegari.

Þú þarft svo oft að velta því fyrir þér hvað þú ætlar að gera, því þú hefur svo margar hugmyndir um hvað er rétt. Þú ert svo sannarlega á frjóu tímabili og ert þar af leiðandi búin að snúa svo mörgu þér í hag sem þér virtist vera þér óyfirstíganlegt síðustu mánuði.

Sjálfstraustið er að blómstra og þú heldur áfram án þess að láta annarra manna skoðanir verða þínar. Æðruleysi og pínulítið kæruleysi gera huga þinn enn frjórri, Og um leið og þú slakar á stjórnseminni, sem er jákvætt orð  því einhver þarf að stjórna, og sleppir tökunum þá sérðu skýrar að þú færð líka það í ástinni sem hentar þér best.

Þótt það virðist vera þú sért að taka að þér ný hlutverk í lífinu, ertu samt að græða á þeim öllum. Til dæmis tengsl við nýtt og spennandi fólk sem þú býður inn í líf þitt sem hjálpa þér að verða sá áhrifavaldur sem þú vilt sjálf verða. En þú kannt of oft ekki að meta hversu klár þú ert og hristir bara höfuðið þegar aðrir skjalla þig.

Segðu bara takk þegar þú sérð hvernig draumar þínir eru að verða að veruleika. Og einhvernveginn er það þannig að þetta ár virðist færa þér uppsprettu af svo mörgu sem styrkir þig í að verða sú persóna sem þú vilt vera.

En þótt þú hafir allt þetta er alveg skýrt að þú þarft að endurmeta hverjar þínar fyrirmyndir eru. Til dæmis að velja þrjár manneskjur sem hafa þann karakter sem þú lítur upp til, því þá sogast til þín frá þeirri uppsprettu þeir hæfileikar sem þú sérð í þeim og þeim sem þú vilt skapa sjálfa þig í.

Þú finnur þú hefur óþrjótandi kraft, nýttu þér það til þeirra verka sem þú vilt framkvæma, því ekkert er þér ómögulegt.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is