Hrúturinn: Meiri orka og peningaflæði

Elsku Hrúturinn minn,

þú átt það til að vera svo mikill hugsuður og getur hugsað of djúpt um lífið. En lífið er jafn eðlilegt og dauðinn og því er aðalatriðið að njóta tímans sem þú færð. Ekkert er sóun á tíma sem skilur eftir minningar og það er ekki hægt að kaupa lífið, það er alltaf gjöf.

Þú ert eins og gömul stytta, það er alveg sama hvaða hamfarir hafa dunið á þér, þá stendur þú alltaf keikur. Þetta er viss list og með þessu dregurðu að þér það fólk sem styður það sem þú vilt. Það er eitt sem þýðir alls ekki fyrir þig, sem er að fela þig frá vinum eða lífinu sjálfu.

Það er svo magnað að þegar þú kallar þá heyrist hærra í þér en í öllum öðrum. Sýndu réttar tilfinningar, hvort sem það er grátur eða gleði, því þú ert að losa þig við hindranir og stíflur úr líkama og sál. Það er nefnilega þannig að í því erfiðasta sem við lendum í opnum við augun og fáum mesta máttinn.

Ég dreg tvö spil fyrir þig og annað spilið hefur töluna sex sem táknar fjölskyldu, samheldni og minningar tengdar ástinni. Í hinu spilinu færðu hjarta fjarkann sem sýnir grænan íslenskan Ópalstein sem færir þér aukna orku, eflir einbeitingu og peningaflæði.

Þú finnur svo margt sem virðist hafa verið týnt eða þú hefur verið búinn að gleyma og gleðst alveg óendanlega yfir litlu hlutunum sem byggjast upp í lífi þínu. Það eru engin ný ástarævintýri á leiðinni til þín, svo gefðu hjarta þitt og ást í það sem þú hefur, því hún er mikil og sönn.

Jólaknús, Sigga Kling

Frægir Hrútar:

Aretha Franklin, söngkona, 25. mars 

Leonardo da Vinci, listamaður, 15. apríl

Björgvin Halldórsson söngvari, 16. apríl

Kári Stefánsson vísindamaður, 6. apríl

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, 15. apríl

Guðbjörn Sæmundsson fótboltamaður 26. mars

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál