Krabbinn: Þú getur barist við alla dreka

Elsku Krabbinn minn,

horfðu vel í kringum þig því hamingjan er þar sem þú ert. Þú átt eftir að mæta svo fallegum örlögum sama hvaða leið þú ert að fara og hvort sem þú vilt fara hana eða ekki. Allt upphaf og breytingar eru hjá þér, svo vertu þakklátur þótt þú sért búinn að upplifa sársauka.

Ég ætla að draga fyrir þig tvö spil og þú færð töluna fimm sem er tákn breytinga fyrir fjármál og veraldlega vegferð. Og það er svo merkilegt að þú dregur líka spaðaþristinn sem hjálpar þér að efla þriðja augað og næmni, sem laðar til þín ást.

Það er eins og þú sért búinn að borða eplið af skilningstrénu, skilur sjálfan þig og aðra betur og áttar þig betur á því sem þú þarft að gera.

Þú sérð að það eru bara ósköp einfaldar breytingar sem verða hamingja þín. Maður heldur oft að pollurinn sem maður er að vaða yfir sé dýpri en hann er í raun. En það kemur þér á óvart að þú ert með réttu tækin og tólin til að berjast við alla dreka, hvort sem þeir eru staðsettir utan eða við innan huga þíns.

Þú ert heppinn í fjármálum, en átt það til að eyða um efni fram. Það er alveg sama þó þú tapir fé það mun alltaf leita til þín aftur – þú hefur ríka hugsun og það er allt sem þarf.

Hvort sem þú ert karl eða kona þá leitarðu svo sannarlega eftir félaga í baráttunni og þegar þú finnur hinn helminginn af sálinni þinni ertu trygglyndið og trúfestan uppmáluð.

Þú ert samt alveg yndislegur daðrari, en meinar ekki neitt með því. Það eru lítil kraftaverk búin að vera að myndast í kringum þig, taktu mjög vel eftir þeim því sú heild myndar hið stóra kraftaverk sem breytir lífi þínu og líðan.

Jólaknús, Sigga Kling

Frægir Krabbar:

Auðunn Blöndal, grínisti, 8. júlí

Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, 3. júlí

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, 26. júní

Unnsteinn Manuel Stefánsson, tónlistarmaður, 2. júlí

Ariana Grande, tónlistarkona, 26. júní

Meryl Streep, leikkona, 22. júní

mbl.is