Ljónið: Ekki dæma þig fyrir skapaðan hlut

Elsku Ljónið mitt,

þú ert búinn að vinna ýmsa sigra og tapa nokkrum líka. Skoðaðu fyrst og fremst það sem þú hefur gert vel, því þá gengur betur í því. Ekki dæma þig fyrir nokkurn skapaðan hlut, því þú átt það til að vera dómharðasta merkið.

Desember er svo öflugur inni í lífi þínu, og sérstaklega í kringum, 13, 14 og 15 desember. Þú sérð að allt lagast eftir þann tíma og einu vopnin sem þú færð í hendurnar eru heiðarleiki og frumleiki. Fram að þeim tíma verður eins og þú sért á skautasvelli og ert ekki búinn að æfa þig nóg og vel. Æfingin skapar íslandsmeistarann og aukaæfingin skapar heimsmeistarann.

Þú finnur það í sálu þinni að eitthvað óvenjulegt er að fara að gerast, þú verður eins og á verði. Og þar ertu nákvæmlega bestur; að vera á tánnum og tékka á öllum möguleikum. Þetta ár endar svo vel fyrir þig að þú getur sagt að 2020 hafi verið árið sem breytti þér og lífinu til hins betra. 

Þú skalt baða þig í auðmýkt og passa þig að blása ekki á annarra manna kerti til að þitt skíni skærar. Þegar þú finnur auðmýktina færðu þjónustulundina og þegar þú eflir þjónustuna við það fólk sem er í kringum þig. Þú hleypir öðrum fram fyrir í biðröð, heldur á pokum fyrir þá sem hafa of marga að halda á og jafnvel býður þig fram sem sjálfboðaliði. Allt þetta eflir hjartað, ástina og frjósemina.

Hrein ást mun skína á þig þegar þú finnur þessar tilfinningar í hjarta þínu. Það opnast og þú elskar meira og meira. Erfiðleikar og vandamál sem þú getur tengt úr öðrum tíma muntu ekki kalla mistök, heldur sjá það er reynsla sem gerir þig að þessari dásamlegu manneskju sem þú ert að þróast í að verða.  Jólaknús, Sigg Kling

Fræg Ljón:

Cara Delevingne fyrirsæta, 12. ágúst

Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, 28. júlí

Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, 12. ágúst

Birgitta Haukdal, söngkona, 28. júlí

Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, 4. ágúst

Ásdís Rán Gunnarsdóttir, fyrirsæta, 12. ágúst

Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri Viljans, 5. ágúst

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál