Meyja: Þú klárar allt sem þú ætlar þér

Elsku hjartans Meyjan mín,

Venus er svo sterkur yfir öllu hjá þér og hann lyftir þér upp í gleði og meiri gleði. Og hvað vill maður annað en að líða vel og vera hamingjusamur? Ekki neitt! Svo gleðin heldur í báðar hendur þínar og þú finnur ástríður til að gleðjast með öðrum yfir því sem þeir hafa áorkað.

Það er náttúrulega alfarið þitt að vita og velja hvar þú vilt vera í þessu kapphlaupi lífsins. En eftir 20. desember er vinna og heilsa í fyrirrúmi og að setja sig í gamla góða keppnisskapið ef þú vilt ekki að aðrir drattist fram úr þér. Þetta er valkostur, en þú klárar allt sem þú ætlar þér og það er sko alveg nóg.

Í fortíð þinni er fólgin mikil viska, þú ákveður að nota hana mun betur en áður til að útkoman verði þín besta framtíð. Það er eins og hjartsláttur þinn gefi þér þann rhytma og skilning að sjá til hvers vegna þú ákvaðst að koma hingað til Jarðar.

Ekkert er alveg tilviljun, heldur ratar þú ýmsa vegi til þess að enda á hárréttum stað sem tilgangur þinn er fólginn í. Þú velur þér foreldra áður en þú kemur hingað á Jörðina, svo alveg sama hvort þér finnist það vera jákvæð eða neikvæð reynsla er hún til þess að sýna þér hvað þú getur. Stór uppgjör eru ekki í kortunum, en eftir þann 21 desember færðu möguleika til að brjótast út úr aðstæðum ef þær hafa pirrað þig.

Ég dreg fyrir þig tvö spil úr bunkanum góða og þar færðu töluna fjórir sem sýnir að þú ræður og svo er mynd af hjartastöðunni þinni sem segir þú getir talað skýrar, þá færðu það sem þú vilt. Hitt spilið er með fjölskyldu og ástartölunni á, tölunni sex, sem sýnir þig gleðjast í sigri og frama.

Jólaknús, Sigga Kling

Frægar Meyjur:

Selma Ragnars, fatahönnuður, 28. ágúst

Edda Björgvinsdóttir leikkona, 13. september

Beyoncé Knowles, söngkona, 4. september

Eiður Smári Guðjohnsen, fótboltamaður, 15. september

Annie Mist, crossfittari, 18. september

Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður, 29. ágúst

mbl.is
Guðrún Arnalds - Darshan
Guðrún Arnalds - Darshan
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Valdimar Þór Svavarsson
Valdimar Þór Svavarsson

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda