Bogmaðurinn: Þú ert með réttu tölurnar í bingói lífsins

Elsku Bogmaðurinn minn,

þú kveður gamla árið með stæl og byrjar nýja árið með hrifningu. Þú ert á svo hárri tíðni á þessu guðsblessaða ári að allt gerist svo ofurhratt. Þér fannst síðasta ár ekki nógu skemmtilegt, en núna ertu með töluna átta sem tengir þig og hún er tákn eilífðarinnar. Hún er líka tákn mikils hraða þar sem þú þarft að ákveða hvað þú vilt á augabragði, annars er eitthvað nýtt komið. Þetta er eins og Gettu betur í sjónvarpinu, þú þarft að vera tilbúinn undir hvað sem er.

Allskyns viðskipti og brask, flutningar og vinna allt er einhvernveginn að koma sterkar til þín og ég vil heyra þig segja: Ég er tilbúinn!

Þú ert með réttu tölurnar í lífsins bingói, svo passaðu upp á miðann þinn. Þú þarft að hafa öll skjöl og undirskriftir á hreinu og búa þig undir skemmtilegt ferðalag. Þetta á við um allt árið 2021, því litirnir skiptast svo hratt í kringum þig. Ástin er líka á hárri tíðni, það getur valdið veseni og misskilningi, svo vertu skýr í skilaboðunum. Sumarið hjá þér er gæfuríkt, en í því er líka fólgið að þú ert þinnar eigin gæfu smiður.

Þú eflist líkamlega á næstu mánuðum og lítur svo vel út, bæði að eigin og annarra áliti og þetta er ekki út af því þú farir í megrun, megrun er alltaf ávísun á það að fitna. Því veröldin heldur að ef þú ferð í megrun og setur allann fókusinn á það, þá fitar hún þig bara aftur til þess þú getur farið í aðra megrun, því veröldin heldur að það sé það sem þú viljir. En þú verður bara fit og flottur af orkunni, hraðanum og súrefninu sem þú velur að anda að þér.

Þú þarft að aðstoða marga þegar líða tekur á haustið og þú getur það svo sannarlega. Ef eitthvað eða ekkert hefur gerst af viti í ástinni í einhvern tíma er það út af tilfinningalegu niðurbroti eða þú ert að hugsa um einhvern sem á ekki heima í hjarta þínu. Vertu bara feginn að geta hent því út, því þá hittirðu þinn eina sanna sálufélaga.

Kærleikurinn er lítillátur, en er mikilvægastur, svo mundu á hverjum degi að gefa öðrum þann kærleika sem þú sjálfur vildir sjá. Þú munt tengja þig svo mikið við lögmálið að elska og ég myndi nýta mér það til að hugsa eða segja það upphátt hvað eða hvern þú elskar. Ég elska vinnuna mína, ég elska heimili mitt, ég elska fólk, því eftir sem þú notar þetta orð meira fyrir dásemdir lífsins dregurðu það nær þér, það er bara lögmál lífsins. Ef einhver veikindi hafa hrellt Bogmanninn minn, þá gefðu þeim bara minni athygli, talaðu ekki mikið um þau og vorkenndu þér ei, því allt sem þú veitir athygli vex. Og orðið athygli þýðir ljós, eitthvað sem þú lætur skína á. Þá heldur uppsprettan eða veröldin þú viljir meira af því. Kraftaverk eru falin allstaðar í kringum þig á þessu ári og þú finnur þær lausnir sem þig vantar.

Kossar og knús,

Sigga Kling

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál