Ljónið: Það opnast fyrir þér nýjar víddir

Elsku Ljónið mitt,

árið þitt byrjar með yndislegum hugsunum, kraftmiklum fyrirætlunum og orðið þrjóska er ritað á enni þitt. Þú passar svo upp á alla í kringum þig, fjölskylduna og nánustu vini og þess vegna er eins gott að pirra ekki hópinn þinn. Það býr í þér svolítill mafíósi, en þú skalt alls ekki láta alla vita hug þinn, segðu frekar minna og gerðu meira.

Þú verður mjög sterkur á andlega sviðinu og það opnast fyrir þér nýjar víddir og nýr skilningur. Öld Vatnsberans fer þér svo einstaklega vel og þú tengir þig við lífið á svo frábæran hátt. Það er mikilvægt fyrir þig á þessu ári að vera alveg á tánum. Og þótt þú sért búinn að ná árangri skaltu ekki slaka á, heldur vertu viðbúinn og varkár eins og ljón eyðimerkurinnar. Ef þér finnst eitthvað vera að dala skaltu bara hífa upp um þig buxurnar og gera betur, því þú hefur máttinn og dýrðina til að betrumbæta. Þú hefur töluna fjórir með þér í orkunni og er hún skilaboð um að vinna grunnvinnuna að því sem þú ert að framkvæma betur. Því hún merkir grunninn að traustu lífi. Þú sérð kannski ekki höllina sem þú ert að reisa en grunnurinn er núna svo þú þarft bara að sjá fyrir þér og ímynda þér hversu vel þú getur byggt ef grunnurinn er góður.

Þú skalt ekki vera feiminn á þessu ári fyrir því að þú fáir vindinn á móti þér, þú ert nógu sterkur til að blása hann í burtu og sjá að þetta var bara gola.

Þú átt oft erfitt með að hlusta á ráð annarra, því þér finnst þú alltaf vera ráðagóði róbótinn. Hlustaðu á þá sem hafa reynslu í öðum einhverju sem þér finnst þú ekki hafa reynslu í og taktu sérstaklega vel eftir skilaboðum of ráðum frá öðrum í janúar.

Þú gefur þig svo mikið að fólkinu þínu og sýnir mikla samhygð sem eflir ástina, fjölskyldubönd og traust. Þú ert svo tryggur og traustur í eðli þínu svo það er við þitt hæfi að hafa helst bara einn maka, er allt of tilfinningaríkur til þess að dansa á milli í ástinni.

Seinnipart sumars eru hátíðarhöld, þú ert að fagna, þú ættir reyndar að fagna í hverjum mánuði þeim árangri sem þú nærð, því þá færðu meira af honum. Sálin sendir þér fyrstu hugsun og ef þú bíður of lengi fer heilinn að kryfja skilaboðin frá sálinni og þá kemur á ég, á ég ekki og þá gengur þetta ekki upp. Þú ert forstjóri sálarinnar, því þú ert sálin.

Þetta er svo sannarlega þitt ár, því þú færð svo margfalt orkuna til þess að ljóma og skína. Segðu já við því sem þú þorir ekki, því þá eflist lífsbókin þín og þú hefur meira að skrifa og segja frá í ævisögunni þinni.

Kossar og knús,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál