Nautið: Þú býður hamingjunni upp í dans

Elsku Nautið mitt,

þú ert pínulítið ringluð á þessum tímamótum sem eru núna. Þú ert að safna saman orkunni sem þú misstir og ert eins og að vakna. Þegar þú vaknar þá velurðu þér daginn, þú ákveður hvort þú ætlir að gera hann góðan eða ætlir að blóta öllu í sand og ösku. Þegar þú ert búin að taka til í kringum þig skaltu bjóða hamingjunni inn í þetta ár. Og vera tilbúin að skapa meira, gera listrænt í kringum þig og sprengja búbbluna sem þú hefur getað fest þig í og sérstaklega ef hún er ferköntuð.

Þegar seinniparturinn í janúar heilsar þér líður þér eins og þegar beljunum er hleypt út að vori, þú getur ekki linnt þér fyrir kæti og gleði og það er besta blandan til að vera hamingjusamur. Það eru fiðrildi í maganum á þér og eftirvænting og þú ert svo opin fyrir ástinni, hvort sem hún er hjá þér núna eða langi til að heimsækja þig. Þessi tilfinning verður hjá þér allavega fram á vorið og með þessu margfaldarðu líðan þína til hins betra. Þú ert á tölunni einn eða upphafi á þessu ári, það er svo margt að setjast hjá þér eða er að koma til þín sem sýnir þér svo sannarlega að þú ert í yndislegum startholum fyrir næstu níu ár.

Gamlar óskir sem voru í brjósti þínu þegar þú varst ung eða yngri framkallast á þessu ári og í þeim felst þekking og viska. Settu ást eða gló í augu þín til allra, þá virkar þú sjálf og orka þín bjartari. Ákveddu að setja betri hljóm í röddina þína, það má alltaf bæta tóninn því hún er söngur sálarinnar og þá eru 90% meiri líkur á því þú fáir það sem þú vilt.

Það er til fólk sem er orðljótt og blótar og bölvar öllu í kringum sig, hatar ríkisstjórnina, bölvar landinu sínu með því til dæmis að segja þetta sé bara skítakrummaskuð og engin leið að láta sér líða vel þar. Við þá vil ég árétta að skuð er pjallan á krummanum og þar er sko fjörið. Svo líttu í kringum þig og þakkaðu fyrir, takk, takk og aftur takk er mantran þín á þessu ári. Þrjóskan mun koma þér langt, en lykillinn að velsæld er alls ekki að geðjast öllum, því það er lykillinn til að misheppnast. Svo sópaðu þér bara saman og styrktu allt sem tengist þér, að vera sjálfselskur er fallegt orð því það þúðir að elska sjálfan sig, því ef þú gerir það ekki geturðu ekkert gefið.

Sumarið er ekki nákvæmlega eins og planaðir og þó þú verðir í smástund súr yfir því þá borgar það sig ekki, því það verður miklu betra, innilegra og ástfangnara en var í plönunum þínum. Svo óvæntar ferðir og nýjir áfangastaðir eru það sem sumarið gefur þér. Haustið og veturinn verða tímabil mikilla verkefna og þú virðist vera að vinna fyrir marga og sigurinn felst í því.

Kossar og knús,

Sigga Kling

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál