Fiskarnir: Þú verður upp á þitt besta á vordögum

Elsku Fiskurinn minn,

þér finnst margt svo ósanngjarnt og að þér vegið frá ýmsum stöðum sem þú bjóst við eða bjóst ekki við. En þar sem þú hefur verið að styrkjast bæði í huga og anda, þá geturðu hreinsað ósanngirni eða lygi án þess að  það brjóti nokkurn hlut niður. Þú hefðir jafnvel ekki fyrir ári síðan haft þennan styrk sem þú hefur yfir að bera núna. Ég sé ekki betur en þú þakkir fyrir að hafa gengið í gegnum síðasta ár. Og það er svo magnað og fallegt að þegar þú þakkar fyrir það sem hefur jafnvel verið erfitt, því þá gengur allt svo miklu betur.

Þú verður upp á þitt besta á þessum vordögum og sættir þig svo vel við sjálfan þig, útlit þitt og atorku. Þú læknast og lagast af alls kyns ímynduðu veseni og vælir ekki um nokkurn skapaðan hlut. Þú munt finna aðdáun annarra og sú tilfinning gefur þér frumkvæði og ánægju í því að vera þú sjálfur.

Þegar hugur þinn fer á flug færðu svo margar skemmtilegar og skapandi hugmyndir, en ekki framkvæma allt í einu því þá klárarðu ekki það sem þú vilt. Það er seiðandi gredda í ástinni svo ekkert er ómögulegt á því sviði. 

Þú ert alltaf að breyta einhverju og hreyfa til heima hjá þér og einnig mikið að spekúlera í því hvernig þú átt að klæðast. Þessi hugsun mun líka hreyfa til svo marga hluti, því þegar þú sérð fegurðina sem þú skapar hjá sjálfum þér og í kringum þig, þá verðurðu ekki hræddur við neitt. Það eru tvö ljós sem skína skært, ljós óttans eða ljós ástarinnar og þegar þú stígur út úr óttanum er ástin og kærleikurinn alls staðar í kringum þig.

Knús og kossar, 

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál