Nautið: Þú ert umvafin/n englum

Elsku Nautið mitt,

það kemur alltaf öðru hvoru inn í líf okkar og ég segi okkar því að ég er sjálf Naut, að við verðum hrædd og skiljum ekki alveg hvert við erum að fara. Styrkur þinn er hins vegar fólginn í þeim hæfileiikum að setja þig í annað sætið þegar þú þarft þess. Að vera auðmjúkur og biðja uppsprettuna eða almættið um auðmýkt og hjálp, því þá verða næstu spor auðveld. Það er svo margt í lífinu sem er bláköld staðreynd sem þú þarft að sjálfsögðu að horfast í augu við. Og um leið þú sérð hvað þú ert sterkur, verður eftirleikurinn eins og smurður.

Þú ert umvafinn englum, svo taktu ákvarðanir núna, en að taka ákvörðun hvort sem það er í smáu eða stórum málum breytir öllu og gefur þér kraft. Ef þú tekur ekki ákvörðun þá missirðu máttinn. Þetta þýðir samt að þú getur breytt ákvörðuninni ef eitthvað betra kemur í ljós. Svo slepptu tökunum og hættu að stjórna öðrum og það eru svo sannarlega margir í þessu merki sem vita að það er besta ákvörðunin.

Ef þú ert í einhverri keppni eða ert keppnismanneskja af einhverjum toga get ég sannnarlega sagt að þú spilir á heimavelli og ert með aðdáendur frá ólíklegustu stöðum. Þú þarft að hætta að segja orðið ég nenni ekki, sem er eitt  hið versta orð í hinni dásamlegu íslensku, það gerir þig bara flata.

Þú þarft ekki að tímasetja hvenær hitt eða þetta verður betra, hvort sem þú flytjir, færir þig til eða ferð í nýtt samband. Því næstu þrír mánuðir eru öflugri en allt síðasta ár samanlagt til þess að færa þér á silfurbakka það sem þú óskar heitast.

Lífið er eins og þú sért að opna stóran pöntunarlista, þú þarft að ákveða hvað þú ætlar að panta þér og senda svo bara pöntunina af stað. Þú þarft ekki að hugsa margoft um það sem þú vilt í lífinu, heldur þarftu frekar að hugsa, trúa og sleppa og vita að þú hafir pantað rétt.

Þetta er tilfinningaríkur mánuður í öllum regnbogans litum. Það finna þig eða þú munt finna réttu manneskjurnar sem svo heilla þig upp úr skónum. Orka þín er sérstaklega björt og tær eftir þann 5. febrúar. Þá færð þú að vita hver sannleikurinn er og hvað er rétt og satt í einhverju sem þú hefur furðað þig á. Ég dreg eitt spil úr töfrabunkanum og þú færð töluna nítján sem er besta talan úr öllum 76 spilunum, sem segir að ljósið skíni svo sannarlega á þig og sýnir þér rétta veginn.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál