Sigga Kling: Svona verður febrúar

Sigga Kling segir að febrúar verði magnaður mánuður.
Sigga Kling segir að febrúar verði magnaður mánuður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvað mun febrúar bera í skauti sér? Verður fjör eða halda þessi leiðindi áfram sem ríkt hafa nánast allt síðasta ár? Sigga Kling skoðar stjörnuspána fyrir febrúar en þar kemur ýmislegt spennandi í ljós. 

Elsku Vatnsberinn minn,

þetta er tilfinningaþrunginn mánuður sem þú ert að fara inn í. Ég segi að tilfinningar eru yfirleitt blekking. Maður fær sterka tilfinningu og magnar hana upp og gerir stærri og stærri. Svo útilokaðu það að mestu ef þú færð erfiðar tilfinningar og einbeittu huga þínum að hinu góða. Þá færðu kraftinn til að umsnúa öllu þér í vil.

Ég segi oft við sjálfa mig „þú ert bara að dekra þig niður í þunglyndi“, af því að ég safna vitlausum hugsunum saman. Og ef eitthvað potar í þig, komdu þér þá strax út úr þeim aðstæðum sem þú vilt ekki vera í.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spánna í heild sinni. 

Elsku Meyjan mín,

ef hægt væri að gefa einkunn á tímabil sem maður væri að fara inn í, mynduð þið fá 10! Þessi magnaði og margslungni mánuður er eins og leiðréttingaforrit á erfiðleika þína. Þú tekur svo yndislega leiðsögn og hlustar eins og þú værir í doktorsnámi á þá sem koma til þín skilaboðum. Þú lætur ekkert hreyfa við þér nema yndisleika lífsins sem þú sérð svo ótrúlega skýrt.

Þú mætir öllu sem áður fyrr hefði gert þig vitlausa með mikilli ró. Frumurnar þínar endurnýjast og þú finnur sérstaklega betri skilning á öllu þegar fullt tungl er í Meyjarmerkinu þann 27. febrúar. Leiðin er bara upp á við þennan mánuðinn og þú finnur styrk í bæninni og skynjar að það sem þú biður um af ljúfleika og frá hjartanu, það færðu. Og það er alveg sama hvort þú trúir á Guð, Almættið eða hvað sem það er, bænirnar bjarga.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Ljónið mitt,

alveg sama þó þú reynir að forðast athygli, þá mun ljósið skína á þig, eins og það sé falin myndavél alls staðar. Það verða ekki allir ánægðir með þína skoðun á mjög mörgu, en þér á að vera alveg slétt sama því þú munt standa með sjálfum þér í einu og öllu.  Og ég get svo sannarlega sagt að þú ert eina manneskjan sem þú þarft að elska því þú getur ekki gefið neinum meiri ást en þú sýnir sjálfum þér. Einlæg og rétt ást er sú þegar þig langar frá dýpstu hjartarótum að gera meira fyrir þá persónu sem þú elskar en þú gerir fyrir þig. Uppspretta lífsins er að gefa þér meiri gleði og ánægju hvar sem þú ert staðsettur í lífinu.

Það hefur verið mikið um brölt og breytingar hjá þér og þegar þú skoðar vel þá ertu á miklu betri stað en þú varst fyrir hálfu ári. Það er mikilvægt fyrir þig að skrifa einhvers konar dagbók, því þá sérðu með sanni hvernig líf þitt er að verða tærara og hreinna.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Sporðdrekinn minn,

þú átt ekki að halda aftur af þér í neinu sem þú hefur ástríðu fyrir. Og alls ekki endurskoða hvert skref sem þú tekur því þá verðurðu eins og hikstandi bíll. Og þá tekur það þig of langan tíma að komast á þann leiðarenda sem þú óskar þér.

Þegar þú skynjar þessa brennandi ástríðu sem þú hefur svo sannarlega inni í þér, verður hún eldsneyti og þú getur flogið eins og Boing 747. Og eftir því sem þú ferð hraðar með það sem þú hefur planað, þá fyrst sérðu opnast fyrir þér þær hurðir sem áður virtust lokaðar.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Tvíburinn minn,

hugur þinn er að stríða þér núna og halda of mikið aftur af þér. Þér finnst eins og þú sért fastur í „Groundhog day“ sem þýðir að þú þolir afskaplega illa að upplifa þú sért að gera það sama aftur og aftur og dag eftir dag. Þetta gerir þráðinn þinn mun styttri og skapið stærra, en það getur líka verið gott.

Leyfðu þér bara að sofa aðeins meira og dreifðu slatta af kæruleysi út á morgunmatinn þinn. Þegar þú gerir þetta þá munu hugmyndirnar koma svo skýrt til þín og hvernig þú getur hreyft við lífinu þínu og uppskorið hreinan sigur. Það er nefnilega svo margt að tikka inn hjá þér um leið og þú leyfir þér að slaka á,  því þegar þú lætur eitthvað fara of mikið í taugarnar á þér þá missirðu kraftinn.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Nautið mitt,

það kemur alltaf öðru hvoru inn í líf okkar og ég segi okkar því að ég er sjálf Naut, að við verðum hrædd og skiljum ekki alveg hvert við erum að fara. Styrkur þinn er hins vegar fólginn í þeim hæfileiikum að setja þig í annað sætið þegar þú þarft þess. Að vera auðmjúkur og biðja uppsprettuna eða almættið um auðmýkt og hjálp, því þá verða næstu spor auðveld. Það er svo margt í lífinu sem er bláköld staðreynd sem þú þarft að sjálfsögðu að horfast í augu við. Og um leið þú sérð hvað þú ert sterkur, verður eftirleikurinn eins og smurður.

Þú ert umvafinn englum, svo taktu ákvarðanir núna, en að taka ákvörðun hvort sem það er í smáu eða stórum málum breytir öllu og gefur þér kraft. Ef þú tekur ekki ákvörðun þá missirðu máttinn. Þetta þýðir samt þú getur breytt ákvörðuninni ef eitthvað betra kemur í ljós. Svo slepptu tökunum og hættu að stjórna öðrum og það eru svo sannarlega margir í þessu merki sem vita að það er besta ákvörðunin.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Vogin mín,

þú varst búin að gera sérstakt plan fyrir líf þitt, en það gekk ekki upp því að uppsprettan og lífið er að finna akkúrat réttan farveg fyrir þig. Það er ekki alltaf rétti tíminn til að breyta þótt manni finnist það stundum. Svo margt sem þú hefur ákveðið að láta gerast hjá þér hefur nú þegar gerst, en annað mun svo takast í örlítið smærri skrefum, en á hárréttum tíma. Næstu tveir mánuðir færa þér þá stöðuhækkun í lífinu sem þú ert að leita og hefur óskað eftir.

Það eina sem gæti stoppað þig er ef þú ofkeyrir þig í verkefnum. En þannig ertu bara byggð upp og þú veist það best sjálf að í gegnum tíðina hefurðu gert hlutina af svo mikilli ástríðu að það hefur tekið úr þér hjartað. Sú tilfinning að gera aðeins of mikið er fram undan, svo þú þarft að vita með vissu að verkefnin þín gangi upp. En það er staðreynd að þegar hugur þinn er slakur ertu langbest, þótt mikið sé að gera.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Krabbinn minn,

það er bara þannig að mótlætið skerpir og gerir þig sterkari, alltaf. Breytingar sem þú varst ekki alveg búinn að sjá fyrir eru yfirvofandi og þú verður ótrúlega ánægður og hamingjusamur þegar þú sérð að þær muni gera líf þitt betra. Það kemur nefnilega fyrir þig eins og marga að maður nennir ekki að breyta lífinu þótt það sé jafnvel til góðs. En núna stingurðu gat á búbbluna sem er í kringum þig og þú ert í og þú tekur áhættu sem nýtist þér svo sannarlega vel. Þú átt ekki eftir að sjá það alveg fyrir þér hvernig þú ferð að þessu öllu saman, en það skiptir engu máli því útkoman verður spennandi.

Þú ert búinn að hafa áhyggjur af fjármálum en þú þarft að vera stórhuga. Og ef þú skoðar aðeins betur eru miklir möguleikar á því að breyta og bæta og fá miklu betri hagnað af því sem þú ert að gera og ætlar að framkvæma. Leitaðu svolítið ráða og skoðaðu hlutina upp á nýtt, því það er nefnilega eitthvað í smáa letrinu eða eitthvað sem gæti verið að fara fram hjá þér sem gæti breytt útkomunni.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Steingeitin mín, það hefur verið magnað tímabil í kringum þig og þú ert af öllum krafti að breyta, bæta og finna nýjar leiðir. Þú átt svo mikið eftir að sjá í febrúar að þetta reddast og þú hefur styrk til að stíga út úr búbblunni og slíta þig frjálsa.

Ef þú lætur hefta þig eða heftir þig sjálfa niður, þá siturðu föst. En samt bara í smástund, því merkilegir og magnaðir tímar eru að mæta þér. Þú verður að athuga að í 70% af lífi þínu ertu annaðhvort í skóla eða vinnu og því þarftu að elska það sem þú gerir. Ekki gera bara eitthvað af skyldu og „af því bara“. Það fer þér illa að ganga á eftir straumnum, vera í klapphópi og þora ekki annað en að vera sammála öllu eða öllum bara til þess að líf þitt verði auðveldara. Því af auðveldu verður nefnilega ekkert, svo skoðaðu málið betur.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Bogmaðurinn minn, 

þú ert að lenda inni í hröðu tímabili og þér mun líka það. Það er uppgjör í gangi ef lífið og vitleysan hefur verið að særa þig. Þú lokar þeim kafla og færð góðar fréttir. Þú ert búinn að breyta svo mörgu síðan í október, setja lífið þitt á annan og betri stað og núna er tími til að njóta.

Á milli 9. og 13. febrúar er að koma til þín eitthvað svo sterkt og merkilegt til þín sem þú ert búinn að bíða eftir. Svo hlustaðu vel og vertu fljótur að taka ákvörðun því annars geturðu misst frá þér það sem getur magnað upp líf þitt.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Hrúturinn minn,

þú hefur svo sérstakan kraft að ég vil líkja þér við Snæfellsjökul. Það sem er svo merkilegt við hann er að hann er tær orkustöð og magnar upp þær tilfinningar sem þú hefur í brjóstinu þegar þú ert í kringum hann. Það hafa margir gift sig á þessum jökli, en líka ótalmargir framið sjálfsvíg þar. Núna ákveður þú hvaða afstöðu þú ætlar að taka, því þú hefur einstæða orku til að magna upp allt sem er að gerast. Og allt er að frétta þegar þú lætur til skarar skríða.

Þú ert frumkvöðull, en stundum finnst þér þú sért minnimáttar og ef þú skoðar það orð svolítið vandlega, þýðir það bara að máttur þinn sé minni vegna þess þú ákvaðst það.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Fiskurinn minn,

þér finnst margt svo ósanngjarnt og að þér vegið frá ýmsum stöðum sem þú bjóst við eða bjóst ekki við. En þar sem þú hefur verið að styrkjast bæði í huga og anda, þá geturðu hreinsað ósanngirni eða lygi án þess að  það brjóti nokkurn hlut niður. Þú hefðir jafnvel ekki fyrir ári síðan haft þennan styrk sem þú hefur yfir að bera núna. Ég sé ekki betur en þú þakkir fyrir að hafa gengið í gegnum síðasta ár. Og það er svo magnað og fallegt að þegar þú þakkar fyrir það sem hefur jafnvel verið erfitt, því þá gengur allt svo miklu betur.

Þú verður upp á þitt besta á þessum vordögum og sættir þig svo vel við sjálfan þig, útlit þitt og atorku. Þú læknast og lagast af alls kyns ímynduðu veseni og vælir ekki um nokkurn skapaðan hlut. Þú munt finna aðdáun annarra og sú tilfinning gefur þér frumkvæði og ánægju í því að vera þú sjálfur.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

mbl.is