Sporðdrekinn: Þú getur gert allt sem þér dettur í hug

Elsku Sporðdrekinn minn,

þú átt ekki að halda aftur af þér í neinu sem þú hefur ástríðu fyrir. Og alls ekki endurskoða hvert skref sem þú tekur því þá verðurðu eins og hikstandi bíll. Og þá tekur það þig of langan tíma að komast á þann leiðarenda sem þú óskar þér.

Þegar þú skynjar þessa brennandi ástríðu sem þú hefur svo sannarlega inni í þér, verður hún eldsneyti og þú getur flogið eins og Boing 747. Og eftir því sem þú ferð hraðar með það sem þú hefur planað, þá fyrst sérðu opnast fyrir þér þær dyr sem áður virtust lokaðar.

Það hafa verið lagðar á þig erfiðar krossgátur í gegnum tíðina og þú hefur alltaf fundið lausn á þeim, en það hefur bara tekið þig mislangan tíma. Þolinmæði er samt alls ekki einn af þínum bestu kostum, enda þýðir ekkert að bíða eftir að eitthvað gerist, þú þarft bara að gera það.

Febrúar verður látlaus, ljúfur og þægilegur og þú syndir áfram í betri straumum heldur en undanfarið. Með þessu slakarðu á spennu og stressi og endurnýjar kraftana þína til að spýta í lófana og láta draumana stóra og smáa rætast. Þú ert nefnilega fyrirtæki og þú þarft að byggja þig upp sem slíkt og fyrirtæki þarf að vita hvert það stefnir, hver markmiðin og tilgangurinn eru. 

Þú þarft að elska nafnið þitt og byrja hvern dag eins og hann væri þinn síðasti. Það er ágæt æfing að gefa sér þrjár mínútur og hugsa um 30 atriði sem þú myndir vilja gera ef þú ættir eitt ár eftir ólifað og með því finnurðu betur hvað þú vilt.

Ég dreg fyrir þig tvö spil úr töfrabunkanum mínum og þar færðu töluna tólf sem segir þér að þú þurfir að passa þig mjög vel á fólki sem hefur slæm áhrif á þig. Veldu gott fólk í kringum þig eins og sannur forstjóri góðs fyrirtækis myndi að sjálfsögðu gera. Seinna talan sem þú færð er talan sjö sem eflir anda þinn og gefur þér stórkostlega möguleika á að velja og fá það sem þú þarfnast akkúrat núna.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál