Vatnsberinn: Þú ert hér til að láta öðrum líða betur

Elsku Vatnsberinn minn,

þetta er tilfinningaþrunginn mánuður sem þú ert að fara inn í. Ég segi að tilfinningar eru yfirleitt blekking. Maður fær sterka tilfinningu og magnar hana upp og gerir stærri og stærri. Svo útilokaðu það að mestu ef þú færð erfiðar tilfinningar og einbeittu huga þínum að hinu góða. Þá færðu kraftinn til að umsnúa öllu þér í vil.

Ég segi oft við sjálfa mig „þú ert bara að dekra þig niður í þunglyndi“, af því að ég safna vitlausum hugsunum saman. Og ef eitthvað potar í þig, komdu þér þá strax út úr þeim aðstæðum sem þú vilt ekki vera í.

Orkan ykkar verður sláandi falleg þegar líða tekur á mánuðinn og þú nýtur þess að efla þig með degi hverjum. Þetta er tímabilið sem „klukkar“ þig til þess að taka skrefið þangað sem þú vilt. Ekki hugsa þér að þú ætlir að gera allt, heldur taktu bara eitt skref í einu og þá færðu meiri líkamlegan kraft sem boðsendist í andlega aflið þitt. Það er mikilvægt í lífinu þínu að þú gerir þér grein fyrir hvernig þú ætlar að hafa áhrif á aðra. Þú ert svo fljúgandi orðheppinn og hefur þá sérstöðu að fólk skynjar svo vel hvað þú ert að segja. Svo segðu fallegri hluti en þú ætlaðir þér í raun að gera, í því er fólginn sigur.

Þú ert hér til að láta öðrum líða betur og um leið og þú gerir það, þá líður þér líka betur. Ástæðan er einfaldlega að við erum öll ein heild og við ákveðum sjálf hvar í lífinu við viljum vera staðsett. Stjörnurnar eru þér mjög hagstæðar, enda er Vatnsberaöldin að flæða yfir þig og með þér.

Það er enginn það sterkur í kringum þig að geta kúgað þig, nema þú leyfir það. Svo mundu að koma þér úr aðstæðum ef þér líður þannig. Hvort sem þetta tengist ástinni, vinunum eða fjölskyldunni.

Þetta þýðir þó ekki þú eigir að loka á einhvern, heldur mun lífið leysa fyrir þig þrautirnar. Það eina sem þú þarft að gera er að standa upp og fylgja leikreglunum. Ástin heimsækir þá sem eru tilbúnir að vitja hennar, því ástarengillinn Venus er við hliðina á þér.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál