Fiskarnir: Þú vilt vera við stýrið

Elsku Fiskurinn minn,

mikið ertu að fara inn í góða og skemmtilega tíð, því þú munt svo greinilega og skýrt finna að þú hefur þá stjórn sem þú þarft að hafa. Þér finnst alveg ómögulegt ef þú ert ekki við stýrið og ef Guð myndi taka sér frí myndi hann ráða einhvern í Fiskamerkinu til starfa. Því þótt þú sért mjúkur, skemmtilegur og ljúfur er eins og þú sofir vakandi til þess að það verði örugglega allt pottþétt á morgun og að allir geri það sem þeir eiga að gera.

Það besta af öllu þessu er að það tekur vart nokkur eftir þessari yndislegu stjórnsemi þinni. Og ég vil koma því til skila að stjórnsemi er gott orð, því einhver þarf að stjórna svo við hin getum slakað á. Þetta getur komið illa við þig elskan mín, vegna þess að þú hefur tilhneigingu til þess að vilja vera fullkominn í öllu. Það getur orðið andlega þreytandi fyrir sjálfið.

Það eru litlir sigrar í gangi í kringum þig og þeir munu mynda stóran sigur fyrir þig. Þú hefur á tilfinningunni að allt þurfi að vera langhlaup, en núna er það ekki rétt. Það eru stuttu sprettirnir sem þú tekur og hugmyndirnar sem þú lætur gerast án þess að hugsa of mikið um þær. En það sem er allra best fyrir þig er að hlæja aðeins meira og ef þú ætlar að slaka á, horfðu þá á uppistand, talaðu við vin sem hressir þig við, hlauptu út í rigninguna eða gerðu eitthvað sem getur fengið þig til að hlæja eða gera grín að sjálfum þér eða einhverju í lífinu.

Þér finnst þetta kannski léttvægt, en þú ert að baka köku sem verður alls konar og til þess þarftu að leyfa ímyndunaraflinu, hugarfluginu og húmornum að blandast í deigið sem þú einn hefur uppskriftina að. Það sem er að hefjast hjá þér núna þarftu að innsigla, alveg eins og þegar góður sölumaður lokar sölunni. Þú hefur efnilegt tengslanet sem er það mikilvægasta sem maður þarf og þú munt ýta á réttu takkana á réttum tíma. Í ástinni ertu seiðandi og daðurgjarn og það er viss list sem þú kannt upp á tíu.

Knús og kossar,

Sigga Kling 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál