Marsspá Siggu Kling er hér!

Marsspá Siggu Kling hefur að geyma upplýsingar um hvernig mánuðurinn verður í lífi fólks, hvort sem um er að ræða Hrúta, Bogmenn eða Fiska. Mun Krabbinn finna ástina? Hættir Vatnsberinn að fara í fýlu? Mun Vogin eignast fullt af peningum? Sigga Kling rýnir í stjörnurnar. 

Elsku Bogmaðurinn minn,

það hafa verið miklar jarðhræringar í kringum þig, stórir og litlir skjálftar líkt og móðir Jörð er að senda okkur þessa dagana. Þú ert að stíga ölduna og ákveða hver næstu skref eru.

Best er að fara milliveginn, vera varkár, en þó alls ekki áhyggjufullur. Því það eru merkilegar fréttir á leiðinni til þín og þú gætir átt eftir að skrifa undir einhvers konar samninga eða ganga frá málum sem hafa verið að pína þitt stóra hjarta. Það er best að sýna bæði auðmýkt og gefa eitthvað eftir, því þá stendurðu teinréttur uppi og flaggar í fulla stöng.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni. 

Elsku Steingeitin mín,

það er hægt að segja með sanni að þú sért sterkasta tréð í skóginum. En það getur stundum verið erfitt, því eina manneskjan sem þú getur ráðfært þig við þá ert þú sjálf. Þú þolir ekki að neinu leyti að sýna á þér veikleikablett, því þú ert ekki manneskja sem vill vorkunn af neinu tagi.

Í þessu eru samt vissar veikleikahliðar og núna þarftu að gera meira af því að treysta, bæði að hlutirnir gangi upp og að treysta öðru fólki fyrir sjálfri þér, eitt hænuskref í einu. Þá muntu sjá að þú slakar meira á og það eru til fleiri en þú sem geta reddað málunum en þú. Þeir sem eru þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga maka eða vin, þurfa ekkert að óttast því þú passar þína.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni. 

Elsku óútreiknanlegi og spennandi Sporðdrekinn minn,

það er algjörlega ónauðsynlegt að hafa fyrirfram áhyggjur og kvíða einhverju sem hefur ekki gerst. Það hefur allt bjargast hingað til, þó á síðustu stundu sé. Og svolítið þannig verður orkan þín á næstunni. Ekkert vera að plana of mikið, því þá bjargast allt og það er eins og þú fáir upp í hendurnar á þér svörin við því hvernig þú getur einfaldað og gert hlutina svo dásamlega auðvelda.

Það er undir þér sjálfum komið að setja fjör í líf þitt. Það heldur enginn um fjörstöngina nema þú. Settu í fimmta gír og skapaðu þér spennu, fjör og gleði með því að drífa þig bara af stað.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni. 

Elsku Tvíburinn minn,

rétt fyrir síðustu mánaðamót breyttist tíðni þín og orka, þá hugsaðirðu svo mikið og það kom til þín hvað þú ættir að gera og hvernig þú ættir að laga það sem laga þyrfti. Núna þarftu bara að minna þig á það daglega að það er líkt og þú hafir óskastein í hendi þinni. Svo hugsaðu bara það sem þú vilt og útilokaðu það sem þú vilt ekki.

Utanaðkomandi aðstæður geta þrengt að þér, en til þess að þær geti það verður þú að leyfa það. Til þess að halda styrk þínum skaltu sleppa að taka nærri þér það sem þú ekki getur breytt og muna að þú hefur áhrif á svo marga með þessum yndislega húmor sem er gjöf til þín. Þú átt eftir að finna að þú verður svo leikandi orðheppinn, þú þarft ekki að ofhugsa eitt augnablik það sem þú ætlar að segja, heldur renna setningarnar frá þér eins og þær væru prófarkalesnar af sérfræðingi.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni. 

Elsku hjartans Vatnsberinn minn,

þú stendur á töluvert miklum tímamótum, bæði andlega og líkamlega. Þú ert orðinn það sterkur að þótt það sé brjálað rok í kringum þig mun þér bara finnast það vera gola.

Þegar þú ert kominn á þetta stig, þá ýtir ekkert við þér. Þú finnur að þú ert alveg pollrólegur og hafir sterka stjórn á stöðu þinni. Þú breytir umhverfi þínu, hvort sem það tengist vinnu eða skóla og raðar öllu rétt og í góðu skipulagi.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni. 

Elsku Fiskurinn minn,

mikið ertu að fara inn í góða og skemmtilega tíð, því þú munt svo greinilega og skýrt finna að þú hefur þá stjórn sem þú þarft að hafa. Þér finnst alveg ómögulegt ef þú ert ekki við stýrið og ef Guð myndi taka sér frí myndi hann ráða einhvern í Fiskamerkinu til starfa. Því þótt þú sért mjúkur, skemmtilegur og ljúfur er eins og þú sofir vakandi til þess að það verði örugglega allt pottþétt á morgun og að allir geri það sem þeir eiga að gera.

Það besta af öllu þessu er að það tekur vart nokkur eftir þessari yndislegu stjórnsemi þinni. Og ég vil koma því til skila að stjórnsemi er gott orð, því einhver þarf að stjórna svo við hin getum slakað á. Þetta getur komið illa við þig, elskan mín, vegna þess að þú hefur tilhneigingu til þess að vilja vera fullkominn í öllu. Það getur orðið andlega þreytandi fyrir sjálfið.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni. 

Elsku Hrúturinn minn,

í huganum ertu að berjast á mörgum vígstöðvum og á mörgum þeirra finnst þér þú alls ekki vera sáttur. Stundum getur það verið stoltið eða egóið sem er að naga þig og þá finnst þér allt svo ómögulegt og þá ekkert vera að ganga eins og þú vilt. Þú hefur þann kost að vera óþolinmóður og krefst þess vegna af sjálfum þér að gera eitthvað í málunum.

Á þessum undurskrýtnu tímum sem við erum á getur þú samt séð að það er svo margt sem þú hefur látið gerast og svo margt sem þú hefur afrekað. En hugur þinn er eitthvað svo tilbúinn til að sjá það sem ekki gengur 100%. Og þá verðurðu að skoða, hvað viltu og hver er tilgangurinn með lífi þínu? Hann er svo sannarlega það að láta sér líða vel og vera hamingjusamur. Um leið og þú þeytir því inn í hugann á þér að erfiðleikar geti verið mjög góðir, því í þér býr mikil keppnismanneskja í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur, þá er ég alls ekki að segja þú sért að keppa við aðra.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni. 

Elsku Nautið mitt,

þú ert búið að gefa mikið af þér og í raun hið allra besta til að öðrum líði vel. Og þótt þú skiljir þig örlítið útundan er það lykillinn að hamingjunni að efla aðra skilyrðislaust. Það eina sem fer þér ekki er að vorkenna þér og það er ekki einu sinni góð orka að vorkenna öðrum.

Þar sem ég er í Nautsmerkinu er þetta mín sterkasta setning og ég sérstaklega man að móðir mín sagði við mig þegar hún var á lífi, að þegar mér finnst ég alveg vera að bugast, þá segi ég eins og hún: „ Æi góða Sigga, hættu þessari vorkunn og væli“ og svo fer ég bara að hlæja. Því þú getur baðað þig bæði í vinum og fjölskyldu, það elska svo margir að vera nálægt þér, ekki halda annað í eina mínútu.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni. 

Elsku Krabbinn minn,

það hefur verið töluverð innri spenna hjá þér og þig langar svo frá þínum innstu hjartarótum að laga hlutina og að allt gangi svo miklu betur. Og ég get sagt þér það að lífið er að leysa vandamálin þín. Uppspretta alls veit alveg nákvæmlega hvers þú þarfnast, svo leyfðu þér að slaka aðeins meira á og hvíla þig, ef þú þarft þess.

Þú færð bestu hugmyndirnar þínar þegar þú vaknar, en þú þarft að skrifa strax niður hvað þýtur þá um huga þinn. Því þegar þú ert milli svefns og vöku ertu svo sterkt tengdur yfir í aðra vídd og þetta gerist líka þegar þú ert að sofna.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni. 

Elsku Ljónið mitt,

þegar þú heklar ást og kærleika inn í þinn margbreytilega persónuleika muntu losna við erfiðleika og hindranirnar verða litlar sem engar. Svo allt sem er að mæta þér núna mun leysast með ást og kærleika. Og þegar þú hugsar að ástin sé á hægri öxl og kærleikurinn á vinstri, verða þér allir vegir færir. Og þótt þú berjist oft fyrir réttlætinu eða þínu réttlæti, þá skaltu nota þessa engla á öxlum þínum til að hjálpa þér og þá sérðu líka útkomuna sem er öllum í hag.

Fljótfærni í orðum eða skrifum geta orðið þér til vandræða, eins og svo oft áður. Þá er ágætt að telja upp í 20 áður en þú lætur til skarar skríða. Þá sérðu betur að ef þú hefur ekkert gott að segja, þá skaltu bara þegja. Þessi setning var skrifuð á stóran vegg hjá flottu fyrirtæki, og með litlum stöfum undir stóð Sigga Kling, svo taktu þennan boðskap til þín. Þú átt eftir að sameina fólk með góðsemi hjarta þíns, því með öllu sem þú gerir meinar þú vel, en gerðu bara ekkert í flýti.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni. 

Elsku Meyjan mín,

í öllu þessu öngþveiti sem hefur verið nálægt þér ert þú alveg pollróleg. Og það er alveg merkilegt hversu mikið jákvætt þú getur séð að hafi komið til þín í þessu skrýtna ástandi sem heimurinn hefur verið í.

Nýi markaðsstjórinn minn er Meyja og ég klappaði og fagnaði í dag þegar ég staðfesti að hann væri í þessu merki. Það mætti segja að það væri ykkar málsháttur: Meyjur klára málið!

Sjálfstæðið skiptir þig öllu þessa dagana, en það þýðir ekki þú eigir að rífa þig lausa frá neinu. Heldur skaltu sýna öðrum að þú getir framkvæmt og gert hlutina án þess að biðja um aðstoð.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni. 

Elsku Vogin mín,

það hafa verið afspyrnulitríkir og erfiðir, en ljúfir tímar undanfarið. Þú veist núna nokkurn veginn hver þú ert og hvað þú vilt. Og þú hefur alls ekki verið að fara út í of mikið, þótt þér finnist það samt. Og það kemur fljótlega upp sú staða að þú fáir gjafir; að óvænt manneskja reddi þér.

Svo fyrirætlanir þínar gefa þér þá útkomu sem þú vonaðist eftir, en þú trúir kannski ekki á í augnablikinu. En augnablik er ansi stutt og er bara sá tími sem tekur mann að depla auga. Lífið er í raun og veru bara eitt augnablik og þess vegna, eftir því sem þú verður eldri, sérðu það skýrar hversu mikill sigurvegari þú ert.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál