Meyjan: Meyjur klára málið

Elsku Meyjan mín, í öllu þessu öngþveiti sem hefur verið nálægt þér ert þú alveg pollróleg. Og það er alveg merkilegt hversu mikið jákvætt þú getur séð hafa komið til þín í þessu skrýtna ástandi sem heimurinn hefur verið í.

Nýi markaðsstjórinn minn er Meyja og ég klappaði og fagnaði í dag þegar ég staðfesti að hann væri í þessu merki. Það mætti segja það væri ykkar málsháttur: Meyjur klára málið!

Sjálfstæðið skiptir þig öllu þessa dagana, en það þýðir ekki þú eigir að rífa þig lausa frá neinu heldur skaltu sýna öðrum þú getir framkvæmt og gert hlutina án þess að biðja um aðstoð.

Mergur málsins er að fyrirgefa og þótt einhver hafi komið sérlega illa fram við þig skaltu bara ganga strax í málið; rífðu plásturinn snöggt af og þá sérðu að sárin eru fullgróin. 

Þú hefur þroskað svo mikið huga þinn og anda og ert tilbúin í að fara á tjúttið og þér verður boðið í ólíklegustu partí eða fundi. Þú skalt fyrst og fremst mæta þangað sem þér finnst jafnvel að einhverju leyti sérkennilegt að þér sé boðið. Þú færð verðlaun og athygli fyrir eitthvað sem þér finnst ekki endilega skipta öllu máli og það þarf ekki að vera stórt en getur verið risastórt.

Þú hleypir spennu í ástamálin og hefur þá tilfinningu þú getir bara leikið þér á þeim vettvangi. Gerðu það sem þú vilt, en þá verðurðu líka að vera viss um að vilja það sem þú færð. Ég veit að margar af ykkur Meyjum hlæja þegar ég skrifa eitthvað um ást, því þið eruð sterkasta merkið á því sviði að geta séð um ykkur sjálfar. En þið eigið að kitla aðeins tilveruna og þú hefur þörf fyrir að anda að þér þessu fjöri sem lífið býður þér upp á. Þú breytir um stíl, brosir meira og skautar yfir vandamálin eins og þú hafir aldrei gert annað.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál